Saga


Saga - 2018, Side 187

Saga - 2018, Side 187
Ritari eða höfundur þessara greina í Konungsbók glósar þær og segir að „þann rétt og þau lög gaf Ólafur hinn helgi konungur Íslendingum“ en bisk- upsfeðgar Gissur og Ísleifur, ásamt nafngreindum mönnum við aðskilin tækifæri, „svörðu til þess réttar sem hér er merktur.“ Jón Sigurðsson dró þá ályktun í Fornbréfasafni að miðað við æviatriði Gissurar „getr vottorðið ekki verið ritað seinna en 1083 um vorið.“ Í anda þeirrar textarýni og réttarsögu sem var ríkjandi um hans daga setti Jón enga fyrirvara við uppruna þessara samningsgreina á fyrri hluta elleftu aldar né heldur var það honum áhyggju efni að þær hefðu gengið í munnlegri geymd fram til ritunar síðar. Rétt er að hnykkja á því að engar heimildir eru um að hinn ætlaði samn - ingur hafi verið ritaður niður á elleftu öld heldur er það ágiskun Jóns enda ekki vitað með vissu um ritaða texta hér á landi fyrr en með Hafliðaskrá vet- urinn 1117‒18, þótt að sjálfsögðu gæti eitthvað hafa verið ritað skömmu áður. Til viðmiðunar má hafa að elsta skjal sem þekkt er á Norðurlöndum er jafnan talið vera máldagi knúts konungs helga frá 1085 fyrir dómkirkjuna í Lundi, en það er þó hvorki varðveitt í frumgerð né uppruni þess óum- deildur. Lög og lagalegt efni hófu menn ekki að setja á bók á Norðurlöndum fyrr en á tólftu öld svo vitað sé og gengu Íslendingar og Norðmenn í takti á þeirri vegferð. Engar heimildir eru því um þær lagagreinar sem nú eru kallaðar Ólafslög fyrr en þær skjóta upp kollinum í Konungsbók um miðbik eða á síðari hluta þrettándu aldar, upp úr þurru myndu sumir segja. Á þeim má sjá margvís - leg tormerki eins og Patricia Pires Boulhosa hefur síðast rakið ítarlega í doktorsritgerð sinni Icelanders and the Kings of Norway: Mediaeval Sagas and Legal Texts (2005). Eins og Anne-Marie Long rökstyður mjög vel í fyrirliggj- andi bók var samband Íslendinga við Noregskonung og norska arfleifð lykil atriði í sögulegu og menningarlegu minni Íslendingabókar Ara fróða frá fyrri hluta tólftu aldar, einkum hvað varðar landnám og upphaf laga. Ari getur Ólafs helga og Gissur biskup er hin sanna hetja Íslendingabókar, eigi hún slíka. Hafi Íslendingar sannarlega gert formlegan og mikilvægan samn- ing við Ólaf konung helga sem Gissur og faðir hans sóru síðar ásamt nafn- kenndum mönnum er næsta undarlegt að Ari geti hans að engu. Þá rituðu Íslendingar, og að nokkru marki einnig Norðmenn, reiðinnar býsn um Noregskonunga, ekki síst Ólaf helga, áður en Konungsbók Grágásar var rituð ― einungis Hákonar saga og Magnúss saga lagabætis, sem brot eru varðveitt úr, eru yngri. Víða bregður fyrir íslensku sjónarhorni á konung og hirð hans í konungasögum, á Íslendinga gagnvart Norðmönnum, og margoft bent á tengsl eða samskipti einstakra konunga við landsmenn, þ.m.t. Ólafs helga. Það er því að sama skapi undarlegt, ef gert er ráð fyrir uppruna og tilvist Ólafslaga með einhverjum þeim hætti sem lýst er í Konungsbók, að þeirra sé hvorki getið í konungasögum og öðrum fornsögum né svo mikið sem ýjað að þeim einu orði. Nærtækt er því að rannsaka Ólafslög fyrst og fremst sem heimild um hugmyndir lærðra manna og lögspakra á þrettándu öld um ritdómar 185 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 185
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.