Saga - 2018, Qupperneq 202
kjartansson, Ragnheiður kristjánsdóttir, Már Jónsson, Davíð Ólafs -
son og Sveinn Agnarsson. Þeim er öllum þökkuð mikilvæg og vel
unnin störf í þágu tímaritsins.
Haldið var Sögukvöld á eftir aðalfundinum, 31. maí, þar sem
þessi tvö hefti Sögu voru til umfjöllunar. Tveir höfundar haustheft-
isins 2017 riðu á vaðið. Páll Björnsson, prófessor við Háskólann á
Akureyri, fjallaði um ættarnöfn á Íslandi og deilur um þau á árun -
um 1850–1925. Því næst ræddi Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sjálfstætt
starfandi sagnfræðingur, um ímynd hinnar svokölluðu ástands-
stúlku á stríðsárunum, einkum út frá upplýsingum í skjalasafni
Ung mennaeftirlitsins. Að því loknu kynntu tveir af höfundum vor-
heftis 2018 greinar sínar. Erla Dóris Halldórsdóttir, sjálf stætt starf -
andi sagnfræðingur, talaði um barnsfararsótt og smitleiðir hennar,
og Þorsteinn Vilhjálmsson, sjálfstætt starfandi forn fræðingur og
þýðandi, ræddi um dagbækur Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara
og hinsegin rými í Lærða skólanum á nítjándu öld.
Samningur er í gildi við Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka -
safn um vefbirtingu á eldri heftum tímaritsins Sögu. Í vor var haldið
áfram innsetningu efnis úr Sögu á vefinn timarit.is og er nú verið að
búa greinar til birtingar frá árunum 2012–2015, en efni Sögu verður
hér eftir birt þremur árum eftir að ritin koma út. Áður liðu fimm ár
frá útkomu Sögu þar til ritið var birt á vefnum.
Grunnupplýsingar um tímaritið Sögu hafa verið settar inn á
endur nýjaðan vef Sögufélags á íslensku og ensku, unnið er að því
að setja inn efnisútdrætti á ensku og annað efni sem gagnlegt er að
hafa til reiðu bæði fyrir innlenda og erlenda lesendur. Mikilvægt er
að þessar upplýsingar séu ávallt til taks á vef félagsins, enda tíma-
ritið hátt metið í alþjóðlegum gagnabönkum yfir sagnfræðitímarit.
Undir búningur er hafinn fyrir næstu skref í rafrænni framtíð tíma -
rita og verið að skoða hvaða möguleikar standa til boða.
Bókaútgáfa
Þó nokkur útgáfa er fyrirhuguð á árinu 2018, sem mun blómstra á
síðari helmingi ársins. Frá síðasta aðalfundi, í nóvember 2017, hefur
ekki komið út nein bók hjá félaginu. Sögufélag hefur hins vegar
styrkt útgáfubækur í ritröðinni Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenn -
ingar. Í byrjun árs kom út ein bók í þeirri röð, Grænlandsfarinn. Dag -
bækur Vigfúsar Sigurðssonar og þrír leiðangrar hans, í útgáfu Vig fúsar
Geirdals. Umsjón með útgáfunni á lokastigi höfðu Árni Hjartar son,
ársskýrsla stjórnar sögufélags200
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 200