Saga - 2018, Page 203
Helgi Skúli kjartansson og Bragi Þorgrímur Ólafsson, en Vig fúsi
entist ekki aldur til að ljúka verkinu.
Fimm bækur eru í vinnslu hjá Sögufélagi og eru áætlaðar til
útgáfu síðar á árinu 2018. Þriðja bindið í heimildaútgáfa Lands -
nefndarskjalanna 1770–1771 er á leið í prentun og áætlaður útgáfu-
dagur er í september. Í því birtast bréf sýslumanna, kaupmanna,
landlæknis og lyfjafræðings í Nesi auk rektors Skálholtsskóla. Út -
gáfan er samstarfsverkefni milli Sögufélags, Þjóðskjalasafns Íslands
og Ríkisskjalasafns Dana í kaupmannahöfn. Ráðstefna sem útgef-
endur standa að verður haldin í kaupmannahöfn 13. september
þegar bókin kemur út.
Í október eru væntanlegar tvær bækur. Stund klámsins. Klám á
Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar er eftir kristínu Svövu Tómas -
dóttur. Bókin fjallar um mótun klámhugtaksins í íslenskri orðræðu
á tíma kynlífsbyltingarinnar sem einkenndist af sífelldri tilfærslu
marka milli þess sem mátti og mátti ekki sýna opinberlega. Axel
kristinsson skrifar bókina Hnignun, hvaða hnignun? Þar tekst höf-
undur af djörfung á við margvíslegar goðsagnir um ástæður meints
„niðurlægingartímabils“ í sögu Íslands 1400–1800. Þetta eru áhuga-
verð rit sem taka til skoðunar eldfim álitamál í sögu og samtíma.
Í nóvember koma út tvö rit sem tengjast 100 ára afmæli fullveldis
Íslands. Gefið verður út þverfaglegt greinasafn um fullveldisrétt á
Íslandi í ritstjórn Guðmundar Jónssonar, Guðmundar Hálfdanar -
sonar, Ragnhildar Helgadóttur og Þorsteins Magnús sonar, Frjálst og
fullvalda ríki. Ísland 1918–2018. Hugsjón og veruleiki. Efni þess snýst
um hugtakið fullveldi í sögunnar rás, merkingu þess og þýð ingu í
íslensku samfélagi, hvernig fullveldisrétturinn hefur verið útfærður
og honum beitt. Seinni bókin er rit fyrir almenning eftir Gunnar Þór
Bjarnason um fullveldið 1918 sem varpar ljósi á lífið í landinu við
þessi tímamót. Saga fullveldisins hefur gjarnan verið skrifuð út frá
sjónarhóli stjórnmálasögu. En þessari bók er ætlað að vera frjó blanda
af stjórnmálasögu, félags- og hagsögu, menningar- og hugmynda-
sögu, Evrópu- og Íslandssögu. Bókin heitir Hinir út völdu. Sagan af því
þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918.
Viðburðir og kynningar
Sögufélag stefnir að því að auka sýnileika þeirra bóka sem félagið
gefur út. Útgáfa fréttabréfs hófst 2017 og verður þráðurinn tekinn
upp á þessu ári í tengslum við bókaútgáfu félagsins og viðburði.
ársskýrsla stjórnar sögufélags 201
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 201