Strandapósturinn - 01.06.2019, Blaðsíða 48
47
út á land þykja ekki tiltökumál. Gróskan er mikil og er Leikfélagið
fastur liður í lífi Strandamanna í dag. Verkefnaval leikfélagsins er
ávallt tilhlökkunarefni.
Önnur menningarstarfsemi í Strandabyggð er öflugt félags-
starf unglinga í félagsmiðstöðinni Ozon, félag eldri borgara,
bridgefélag, Lionsklúbbur, sérlega öflugt kvenfélag, Ungmenna-
félagið Geislinn, golfklúbburinn auk Skíðafélag Strandamanna,
sem í dag býr við frábæra aðstöðu í Selárdal, í nýju húsnæði sem
rúmar félagsstarf og skíðaumhirðu. Þá er vert að nefna Björg-
unarsveitina Dagrenningu, sem margsinnis hefur sannað mikil-
vægi sitt á svæðinu, allan ársins hring.
Menning er þó ekki síður í fari og fasi hvers og eins og því lita
einstaklingarnir gjarnan menninguna í kring um sig. Einn þeirra
litríkari á þessu sviði er Jón Jónsson þjóðfræðingur og ferðaþjón-
ustuaðili á Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Jón og Ester Sigfúsdóttir
kona hans, reka einnig Sauðfjársetrið, sem hefur aðsetur í
Sævangi. Þau hjón, sem og flestir aðrir fjölskyldumeðlimir, sér-
staklega þó Dagrún Ósk Jónsdóttir eru með eindæmum frjó og
afkastamikil þegar kemur að hugargosi, andlegri nýsköpun og því
að virkja ímyndunaraflið. Hin margrómaða sviðaveisla, tröll og
skessur, mannát í þjóðsögum, hörmungarsögur af svæðinu og
Veðurgaldur.