Strandapósturinn - 01.06.2019, Blaðsíða 80
79
skildinga og fasteignir upp á 7706 ríkisbankadali.20/21 Við lát Sol-
veigar 1866 eru eignir hennar skrifaðar upp samtals 92 númer
upp á 987 ríkisbankadali og 74 skildinga.22
20 Ríkisdalur var gjaldmiðill í Danmörku þar til komið var á samnorrænu myntbanda-
lagi árið 1875 og ríkin tóku upp krónu sem gjaldmiðil. Í Danmörku var myntin
kölluð ríkisbankadalur eða frá því að danski ríkisdalurinn var endurreistur eftir
hrunið mikla árin 1807–1815. Skömmu fyrir myntbreytinguna 1875 var danski rík-
isbankadalurinn 96 skildingar en sænski ríkisdalurinn 48 skildingar. Á 18. öld voru
í Danaveldi utan þýsku hertogadæmanna aðallega tvær gerðir ríkisdala, annars
vegar kúrantdalur sem var pappírsmynt og hins vegar spesía sem var mæld í silfri.
Kúrantdalur var pappírsmynt gefinn út af konunglega Kúrantbankanum og var
hin venjulega greiðslumynt í Danaveldi til ársins 1815. Spesían var silfurmynt sem
var mæld þannig að hver ríkisdalur var 27 grömm af silfri. Á Íslandi var opinbert
gangverð milli kúrantdala og spesíu frá árinu 1753 þannig að einn spesíudalur var
12,5% verðmætari en kúrantdalur. Markaðsverð spesíudala var ennþá hærra í Dan-
mörku, það var 32% hærra en kúrantdalur árið 1760 og 42% hærra árið 1787 og
féll kúrantdalurinn stöðugt í verði og hríðféll svo í hruninu mikla 1807–1815. Við
myntbreytingu í Danmörku árið 1816 bauðst fólki að skipta á einum ríkisbankadal
og sex kúrantdölum. Spesíur voru í umferð á 19. öld en ekki notaðar í venjulegum
viðskiptum heldur frekar til gjafa og sem minnispeningur.[1]1 ríkisdalur (rigsdal-
er) = 6 mörk (marck) = 96 skildinga (skilling). Sá gjaldmiðill var kjarninn í tveimur
peningakerfum – annars vegar specie-kerfinu og kúrant-kerfinu. Specie-kerfið
byggðist upp á því að 1 skilling jafngilti 263mg (1/1000 úr unsu) af fínhreinsuðu
silfri, og hélst sú skilgreining skillings út allt tímabilið. Eingöngu lítil fjárupphæð
var skilgreind í specie-kerfinu, en kúrant-kerfið var notað dags-daglega í verðlagn-
ingu og vinnulaunum. Heimildir benda til þess að specie kerfið hafi verið bundið
við þýsk Reichsthaler, en ekki er ljóst hve lengi slík binding var í gildi.
21 http://www.visindavefur.is/svar.php?id=736 : „....Miðað við þessar forsendur var
einn ríkisbankadalur 1875 alls 462 nýjar krónur. En eins og fyrr er vikið að er
þessi tala eitthvað of lág. Ekki er reiknað með verðbólgu fyrri hluta ársins 1991
eða 1999–2000 en væri slíkt gert næmi talan um 500 krónum. Enn fremur skal
ítrekað að 500 nýkrónur á verðlagi ársins 2000 hefðu verið meira virði í fátæku
samfélagi árið 1875 en í ríka samfélaginu okkar árið 2000. Ef til vill er þumalfin-
gursreglan um tvöföldunina ekki svo vitlaus og því segjum við að lokum með
hæfilegum fyrirvara eða óvissu: Einn ríkisbankadalur 1875 = 1000 nýkrónur árið
2000.“ Samtals hefur dánarbú hjónanna verið metið á: 8.693.000,- krónur með
þeim fyrirvörum sem gerðir eru hér að ofan. Þó voru þau áður búin að gefa frá
sér 12 jarðir, 9 snemmbærar kvígur og 9 hesta með öllum reiðtygjum. Munum
svo eftir eftirstandandi reitum Margrétar Pálsdóttur hreppsómaga til saman-
burðar, krónur 2,60.
22 Þ.Í; Sýslumaður Strandasýslu 0000-047 ED1/0002; Uppskriftarbók fyrir Kal-
drananeshrepp.