Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 42
41
hreppur komst í vegasamband. Sú atvinna var kölluð stauraferðir. Staura
borguðu bændur oftast í peningum en stundum urðu vöruskipti. Hey kom
sér vel á kalárunum og einnig fengust þó nokkrar Lister ljósavélar í vöru-
skiptum en veiturafmagn kom ekki í Árneshrepp fyrr en 1975.
Rekaviðurinn
Rekaviður sem berst á land á Íslandi hefur ávallt verið talinn mikilvæg
hlunnindi. Svo mikilvægur þótti rekaviður í okkar skóglausa landi fyrr á
öldum að í biskupsannál frá 1680 segir að ef rekans nyti ekki við þá „væri
úti um byggð vora“. Á Ströndum eru margar góðar rekajarðir. Klaustur,
kirkjujarðir og stórbýli víða um land áttu ítök í reka margra þessara jarða
um aldir m.a. átti Þingeyrakirkja í Húnaþingi Drangavík og Stafholtskirkja
í Borgarfirði Engjanes. Prestar og höfðingjar sendu sína menn langan veg
eftir viði til bygginga. Hús, báta og ýmsa búshluti smíðuðu Strandamenn
úr rekavið svo sem aska, skjólur, sái o.fl. og seldu í önnur héruð. Mikið
af rekavið var notaður til eldiviðar og best þóttu þurr rauðaviðarafsög
sem gengu næst kolum að hitagjöf. Maður nokkur var spurður um reka á
Ströndum. Hann svaraði þessu til:
Ójá, elsku vinurinn.
Fjörur eru fullar af:
klumpum og drumbum,
hnyðjum og hnúgum,
kyljum og rótum,
spýtum og sprekum,
ásum og súlum,
röftum og rám,
keflum og mori,
kubbum og trjám.
(GGG. sögn úr Furufirði)
Talið er að rekaviðurinn sem berst til Íslands komi að mestu frá skógum
Síberíu þar sem stundað er mikið skógarhögg. Felldir bolir voru merktir með
rússneskum bókstöfum og rómverskum tölum í endana. Þetta voru kölluð
viðarmörk. Viðnum var síðan fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu