Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 126

Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 126
125 mætti borða 11 þeirra en ekki þá tólftu. Yrðu þá alltaf 12 núðlur í skálinni á hverjum morgni. Hann vaknaði, sá skálina og borðaði 11 núðlur strax en gat ekki stillt sig og ætlaði að borða þá síðustu líka en hún skoppaði frá honum upp á bogann og varð að steini. Boðskapur sögunnar: Alltaf að hlýða konunni, jafnvel þótt hún sé dáin.“ Undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var setið um borgina í 80 daga og fór hún mjög illa í loftárásum þegar Rauði herinn gerði árásir á leið sinni til Berlínar. Borgin hefur hins vegar verið endurnýjuð mikið síðan og virðast þar vera mikil umsvif. Okkur var bent á litlar dvergastyttur, sem eru um alla borg. Á borgar- kortinu stendur að þær séu alls 382. Fyrstu styttunni var komið fyrir í miðbænum árið 2001 og er tákn Appelsínugulu hreyfingarinnar eða Sam- stöðu, sem var pólsk andkommúnista hreyfing, stofnuð i Wroclaw af Lech Walesa og félögum, sem unnu svo fyrstu frjálsu kosningarnar þar í landi. Borgarstjórinn í Wroclaw fékk svo listamann árið 2005 til að gera fimm dvergastyttur í viðbót til að viðhalda minningunni um „byltinguna“ og skapa einhverskonar hefð. Þær fengu sess á mismunandi stöðum og eru nú dreifðar um alla borg. Eftir að rútan var yfirgefin var gengið að Salttorginu og Ráðhúsinu. Síðan var frjáls tími fram að kvöldverði á hótelinu. Nú var tækifæri til að leita uppi dvergastyttur og voru þessar styttur mikið myndaðar og leyndust víða. Það var ekki mjög hlýtt þegar stundvísir Strandamenn lögðu upp frá Wroclaw þriðjudaginn 17. september á leið suður á bóginn til Krakár. Við áttum bókaða skoðunarferð um Auschwitz kl. 14:00 og vildi bílstjórinn hafa tímann fyrir sér. Hann átti von á töfum vegna vegaframkvæmda en svo varð þó ekki og við komin langt á undan áætlun. Við fengum skoðunarferðinni flýtt um 50 mínútur svo biðin var ekki löng. Skipt var upp í smærri hópa og talaði annar leiðsögumannanna góða ensku en hinn ekki og fór Emil með honum til að túlka. Eftir á að hyggja var ef til vil best að skilja sem minnst svo hryllingurinn næði ekki heljartökum á manni þegar gengið var um þessar vistaverur þar sem þúsundir höfðu mætt örlögum sínum. Sumir fóru beint í dauðann aðrir í þrældóm meðan þeir höfðu þrek og krafta til. Þeir komu alls staðar frá og voru af ýmsum þjóð- ernum þó aðallega Gyðingar, Sígaunar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.