Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 79
78
að fóðrast á allri jörðinni V kýr, I naut, LX ær, XL sauðir, XV lömb,
IIII hestar. Heimilismenn III. Álftavarp var fyrrum lítilsháttar á fjalli,
nú ekkert. Grasatekja hefur verið að gagni, nú lítil. Sumarhagar eru
vel víðlendir. Útigangur oftast rétt góður á vetrum. Reki rétt góður
þá vel árar. Selveiði hefur verið góð, nú minni. Hrognkelsi og skel-
fiskur varla ómaks verð. Útigangur lítill í fjöru. Heimræði gott hefur
verið og má vera altíð þá fiskur gengur. Eyjar eru fyrir landi kallaðar
Broddanesey, Dýrahólmi og Þernuhólmi. Í þessum öllum hólmum
eru slægjur nokkrar og beit og eggver og dúntekja að nokkru gagni.
Túnið er í verunni hart og snöggt en stórkostlega fordjarfað af
langvarandi órækt. Engjar eru á dreif og langt til sumra en sum-
staðar slæmar og erfitt til að sækja. Hagar þeir betri eru langt burtu.
Selstaða er langt burt í heimalandi en sæmileg. Vatnsból er slæmt
og þrýtur oft. Kirkjuvegur langur. Í heimalandinu sjást girðingar og
tóftir í einum stað, meina menn hafi verið gamalt býli en þó ekkert
kallað. Kann ómögulega að byggjast. Annað gamalt býli sýnist hafa
verið í heimalandi, kallað Selvogakot. Þar sjást tóftir og girðingar, veit
enginn nær byggt eða eyðilagt hafi. Kann ómögulega að byggjast.
Þriðja gamalt býli sýnist hafa verið í heimalandi, kallað Wallarkot,
þar sjást tóftir og girðingar. Veit enginn nær byggst eða eyðilagst hafi.
Kann ómögulega að byggjast.
Felli við Kollafjörð anno 1709 þann 28. Martii
Sigurður Teitsson Jón Thomasson
Atli Tómasson Gísli Sæmundsson
Sigmundur Tómasson
Þeir jaðarbókarhöfundar öfluðu sér upplýsinga hjá jarðeigendum og í bréfi
frá Árna Vigfússyni til þeirra frá árinu 1703 skrifar hann um jarðarpart
sinn í Broddanesi:
En um þau 10 hundruð í Broddanesi er svo varið að móðir mín
gaf mér 8 hundruð í Broddanesi en ég keypti 2 hundruð af bróður
mínum Guðmundi Vigfússyni. Hef ég nú lítið gagn af þeim parti. Nú
eru 4ar ær dauðar en 2 lifa, önnur lamblaus en hin með lambi. Kýrin