Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 69

Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 69
68 mýrarbrennu 1253. Merkasta heimildin um dún á 13. öld er í Skriftaboðum Árna Þorlákssonar er hann samdi 1269, þá nývígður biskup til Skálholts. Í 13. grein, sem ber yfirskriftina Penetencia propter adulterium eða yfirbót fyrir hórdóm boðar hann að sá seki „varni við baði, laug, línklæðum og dúnklæðum.“ (DI 2 bls. 20). Í kirkjumáldögum frá 15. og 16. öld er getið dúnklæða og hæginda með dúni og tekið fram sums staðar að þau séu gömul og fánýt. Flestir þessir máldagar eru ársettir á 16. öld en þeir sanna þó að dúnn var notaður víða í sængur á 14. og 15. öld. Til er meðmælabréf kirkjuhöfðingja í Björgvin dagsett 7. mars 1475, þar sem þeir mæla með því að Hansakaupmaður kæri Englendinga fyrir ólöglega verslun á Íslandi og rán þeirra á skipi hans en í ránsfengnum hafi meðal annars verið að finna tres saccos refertos plumis eða þrjá sekki fulla af dúni (DI V bls. 64). Þetta er traust heimild um dún- sölu til útlendra kaupmanna á 15. öld. Þegar líður á 16. öldina eru margar heimildir um dúnsængur og -klæði. Á fyrri hluta 17. aldar er einnig fjöldi heimilda um dún. Á Alþingi 1642 tilkynnir Pros Mundt beiðni Kristjáns IV um að hann „ skulde forskaffe hans Majestet en Del Ederdun.“ Þessi beiðni virðist ekki hafa skilað miklum árangri því að á Alþingi 1669 til- kynnti Friðrik III Danakóngur að hann tæki sér einkaleyfi á kaupum og sölu á öllum dún sem þar kynni að fást. Athyglivert er að dúnn er ekki verðlagður í verslunartaxta fyrr en 1779. Launverslun við erlenda sjómenn var stunduð hér langt fram á 19. öld og hefur dúnn verið þar ásamt með prjónlesi góður gjaldmiðill við kaup á önglum og snæri en um það eru að sjálfsögðu engar heimildir. Jón Pétursson fálkafangari fæddist vestur á fjörðum 1584. Sjö ára fór hann til Englands og var þar í 13 ár. Eftir heimkomuna mun hann hafa aðstoðað Englendinga við fálkaveiðar hér en eftir að Kristján kóngur IV bannaði útlendum mönnum veiðar á fálkum, sneri hann sér að æðar- rækt, settist að í Brokey og fékk þá viðurnefnið Brokeyjar-Jón. Hann mun fyrstur hérlendra manna hafa hitað dún og notað dúngrind og komið með þá kunnáttu frá Englandi. Ekki er vitað nú, hvert hann seldi dúninn en geta má sér til að enskir hafi fengið töluverðan hluta hans. Guðmundur Þorleifsson á Narfeyri fékk Brokey með konu sinni á síðari hluta 17. aldar. Þar hóf hann æðarrækt af miklum dugnaði og jók varpið þar mikið og eins í öðrum eyjum sem tilheyrðu honum. Hann var fyrstur Íslendinga til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.