Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 43

Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 43
42 og Lenu. Við fljótin eru sögunarmyllur og þar var viðurinn stoppaður af, lesinn sundur og sagaður. Á leið niður fljótin verða alltaf einhver afföll og í flóðum sópast úr bökkum og þar jafnvel tré með rótum. Þessi viður berst til sjávar fyrir ströndum Síberíu. Þaðan flyst viðurinn með íshellunni á fjórum til fimm árum vestur og síðan suður með austurströnd Grænlands þar sem ísinn bráðnar, viðurinn losnar úr honum og síðan sjá hafstraumar og norð- austanáttin um að koma honum á fjörur Strandamanna. Um höfin aldan rauðavið rekur, rúllar í fjörur og aftur tekur. Sorfinn brimi, saltur, marinn sólþurrkaður, fúavarinn liggur hann í sandi síðast, sandstormar á honum níðast. Hann er alveg eins að strjúka og öldufaldinn silkimjúka. Fía á Sandi (Hólmfríður Bjartmarsdóttir Sandi Aðaldal) Af volkinu í sjónum verður viðurinn gegnsýrður af salti sjávar og fær þannig náttúrulega vörn gegn fúa. Einhvers staðar á þessari leið tekur sér bólfestu í viðnum trjámaðkur sem ber latneska heitið Teredo. Þessi maðkur er með harða skel sem hann notar til að bora sér leið í gegnum tréð og myndar þannig hið náttúrulega listaverk sem ormétinn rekaviður er. Maðksmoginn viður var talinn lélegur og jafnvel ónýtur. Á rekanum var því farið með fjöðurstaf í götin eftir maðkinn og athugað með því hve djúpt viðurinn væri smoginn og þannig metin gæði hans. Í Geirmundarsögu Heljarskinns segir: Úr því lýsi (rostungslýsi) búa men seltjöru. Þat er nauðzin skipa, þat segja men at skelmakurinn smjúgi ekki þat tré er seltjöru er brætt. Við bryggjusmíðar reyndu menn ýmislegt til að verjast trjámaðki. Staurar voru tjargaðir, klæddir með blikki úr olíutunnum eða þéttreknir með saum á því svæði sem stóð í sjó. Þessar varnir dugðu skammt, oftast innan við tuttugu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.