Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 75
74
sem nánast var horfið þar í byrjun aldarinnar. Sumarbeitinni var hætt fyrir
nokkrum árum og virðist skarfakálið vera að ná sér.
Fuglalíf
Gera má ráð fyrir að um 2800 æðarhreiður hafi verið í Eyjunni þessi ár og
um 600 hreiður í hólmanum en þar fór varpið minnkandi með árunum. Á
fyrri hluta síðustu aldar var mjög mikið varp í Dyrhólma og var hann þá
nánast þakinn af fugli, þegar hann settist þar upp í byrjun varps en síðan
fluttist mikill hluti varpsins út í Stórueyju. Öll þessi ár sást blikakóngur þar
og oft fleiri en einn. Kríuvarp var aldrei í Eyjunni en oft mikið í Dyrhólma
og Þernuhólma. Smávegis stokkandarvarp var í Eyjunni. Tjaldur átti mörg
hreiður í hólmunum en færri í Eyjunni. Teista verpti í öllum klettaskorum
sem til eru þar. Sendlingur tók sér hreiðurstæði í Þernuhólmanum. Gæs
fór að verpa í Eyjunni um 1950. Eins og áður er tekið fram, voru hrafn og
svartbakur daglegir gestir í varpinu. Fálkinn kom þar einnig daglega eða
oft á dag, þegar lundinn var kominn, til þess að ná sér í fæðu fyrir sig og
unga sína. Fálkar áttu öll þessi ár hreiður í klettunum sunnan við Forvaða,
norðan megin Kollafjarðar og án efa einnig í Ennishöfða. Þegar hann kom
í lundavarpið, hvarf allur lundi sem var á flugi og steypti sér í sjóinn. Það
var hans eina undankomuleið. Örninn lét sjá sig en gerði engan usla í varp-
inu. Skarfur sat oft á klöppunum nyrst á Eyjunni og sendlingur átti mörg
hreiður í Þernuhólma. Á þessari upptalningu sést hve fuglalíf var fjölbreytt.
Reki
Reki á Broddanesi var oft mikill og alltaf nýttur vel. Allir máttarviðir í úti-
húsum voru fengnir af rekanum, eins árefti sem sett voru undir þök húsa.
Þegar grindur voru fyrst settar í fjárhús, voru þær allar unnar úr rekaviði.
Á fyrri öldum, þegar timburskortur takmarkaði smíði og viðhald báta, var
hægt að nýta rekaviðinn bæði til nýsmíða og viðhalds. Þegar Broddanes-
bændur hófu hákarlaútgerð hafa þeir án efa notað við af rekanum eins
og kostur var bæði við smíði skipa og ekki síður viðhalds þeirra. Sögun
rekaviðar var erfið og seinleg en hana var hægt að vinna á vorin áður en
vinna við önnur hlunnindi hófst og eins á haustin þegar heyskapur var
að baki. Eftir að hætt var að hlaða torf og grjótgarða kringum tún og vír-
girðingar komu í staðinn, voru allir girðingastaurar unnir úr rekavið. Sama