Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 14
13
mér hvað hafði gerst. Um leið og byssan skellur í jörðina hleypur skotið úr
henni og gegnum hægra hnéð og þegar ég loks er risinn upp þá dinglar
fóturinn dálítið asnalega, og eins og hann sé ískaldur en að öðru leyti bara
dofinn, ekkert blóð, enginn sársauki, alla vega minnist ég þess ekki.
Það fyrsta sem ég hugsaði var að úr þessu yrði ég að leysa sjálfur því
engan mundi gruna að ég, sem ætlaði bara aðeins að skreppa upp á Bassa-
staðaháls væri norður á Balafjöllum og það vissi ég líka að varla fyndist ég
fyrr en daginn eftir og nóttin yrði bæði köld og óvíst að ég næði að tóra
til morguns og nú væri ekki tími til velta því fyrir sér hvað ég hefði gert
rangt. Ég yrði sjálfur að koma mér til byggða, ég hefði farið langt umfram
það sem ég gaf upp við brottför og væri vanur að skila mér seint og eftir-
grennslan yrði ekki fyrr en seint að kvöldi.
Það fyrsta var eðlilega að athuga hvort mikið blæddi en sem betur fór
var það ekki og hefur líklega orðið mér til bjargar. Þannig að næst var
að snúa sleðanum en hann var ekki með bakkgír eins og allir sleðar nú
til dags og beint áfram var ekki í boði vegna kletta en allt tókst þetta og
nú varð að velja leiðina vel því af skiljanlegum ástæðum var ekki í boði
að lenda í vandræðum. Ég yrði að velja rétta og vel færa leið án mikils
hliðarhalla, tala nú ekki um hengjur og nú veðjaði ég á að fara fyrir ofan
Kjölinn eftir Kjalarvatninu og koma niður á norðanvert túnið í Reykjarvík.
Þar taldi ég minnsta hættu á hengjum og hægt væri að fara þar nánast
beint niður og ekki hliðarhalli. Þegar þangað var komið taldi ég nokkuð
öruggt að komast inn í Bjarnarfjörð og það gekk eftir. Þegar ég kem inn að
Laugarhól þá eru þar björgunarsveitir víða að af landinu að æfa hunda í
snjóflóðaleit og voru að taka saman sitt hafurtask fyrir brottferð. Ég sé að
þyrla Landhelgisgæslunnar er að svífa inn Bjarnarfjörðinn í átt að Bassa-
staðahálsi, lögð af stað til Reykjavíkur. Þar sem ég sit á sleðanum búinn að
kasta kveðju á liðið bið ég um að það sé kallað á þyrluna því ég þurfi að
komast til Reykjavíkur og liggi á. Það var tekið svona fremur dræmt í það
sem vonlegt var því ekki var maðurinn sérstaklega fyrirmannlegur í gamla
rifna kuldagallanum þannig að ég tók það ráð að rugga svolítið fætinum
sem enn var alveg dofinn, þannig að fólk sæi að ég væri að tala í fullri
alvöru og hefði gilda ástæðu til kaupstaðarferðar.
Eftir að fólkið sá um hvað málið snerist og ég var búinn að útskýra hvað
hefði gerst fékk ég ekki fleiru ráðið. Ég var tekinn og lagður gætilega til