Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 14

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 14
13 mér hvað hafði gerst. Um leið og byssan skellur í jörðina hleypur skotið úr henni og gegnum hægra hnéð og þegar ég loks er risinn upp þá dinglar fóturinn dálítið asnalega, og eins og hann sé ískaldur en að öðru leyti bara dofinn, ekkert blóð, enginn sársauki, alla vega minnist ég þess ekki. Það fyrsta sem ég hugsaði var að úr þessu yrði ég að leysa sjálfur því engan mundi gruna að ég, sem ætlaði bara aðeins að skreppa upp á Bassa- staðaháls væri norður á Balafjöllum og það vissi ég líka að varla fyndist ég fyrr en daginn eftir og nóttin yrði bæði köld og óvíst að ég næði að tóra til morguns og nú væri ekki tími til velta því fyrir sér hvað ég hefði gert rangt. Ég yrði sjálfur að koma mér til byggða, ég hefði farið langt umfram það sem ég gaf upp við brottför og væri vanur að skila mér seint og eftir- grennslan yrði ekki fyrr en seint að kvöldi. Það fyrsta var eðlilega að athuga hvort mikið blæddi en sem betur fór var það ekki og hefur líklega orðið mér til bjargar. Þannig að næst var að snúa sleðanum en hann var ekki með bakkgír eins og allir sleðar nú til dags og beint áfram var ekki í boði vegna kletta en allt tókst þetta og nú varð að velja leiðina vel því af skiljanlegum ástæðum var ekki í boði að lenda í vandræðum. Ég yrði að velja rétta og vel færa leið án mikils hliðarhalla, tala nú ekki um hengjur og nú veðjaði ég á að fara fyrir ofan Kjölinn eftir Kjalarvatninu og koma niður á norðanvert túnið í Reykjarvík. Þar taldi ég minnsta hættu á hengjum og hægt væri að fara þar nánast beint niður og ekki hliðarhalli. Þegar þangað var komið taldi ég nokkuð öruggt að komast inn í Bjarnarfjörð og það gekk eftir. Þegar ég kem inn að Laugarhól þá eru þar björgunarsveitir víða að af landinu að æfa hunda í snjóflóðaleit og voru að taka saman sitt hafurtask fyrir brottferð. Ég sé að þyrla Landhelgisgæslunnar er að svífa inn Bjarnarfjörðinn í átt að Bassa- staðahálsi, lögð af stað til Reykjavíkur. Þar sem ég sit á sleðanum búinn að kasta kveðju á liðið bið ég um að það sé kallað á þyrluna því ég þurfi að komast til Reykjavíkur og liggi á. Það var tekið svona fremur dræmt í það sem vonlegt var því ekki var maðurinn sérstaklega fyrirmannlegur í gamla rifna kuldagallanum þannig að ég tók það ráð að rugga svolítið fætinum sem enn var alveg dofinn, þannig að fólk sæi að ég væri að tala í fullri alvöru og hefði gilda ástæðu til kaupstaðarferðar. Eftir að fólkið sá um hvað málið snerist og ég var búinn að útskýra hvað hefði gerst fékk ég ekki fleiru ráðið. Ég var tekinn og lagður gætilega til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.