Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 50

Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 50
49 fjáraflamenn. Til marks um þetta hvað Óla snertir var, að þegar tímar liðu var hann nefndur Óli ríki, enda talinn sparsamur og fastur á fé. Hvað Grím áhrærir þá er hann sagður hafa verið hvatleikamaður hinn mesti og for- stöndugur í hvívetna. Munnmæli herma að Óla hafi lengi leikið hugur á að fá ábýlisréttinn að Ófeigsfirði og hafi hann beitt brögðum til að koma fram ætlun sinni í þá veru. Svo vill til að til eru skrifleg gögn í skjölum sýslu- mannsins í Strandasýslu sem varpa ljósi á viðskipti þeirra Óla og Gríms varðandi ábúðina á Ófeigsfirði. Í lok september árið 1834 gerðist það að Óli fékk keyptan hlut Jóns Grímssonar, sem að framan er nefndur. Jafnframt þessu fékk hann loforð fyrir því að hann fengi leigðan part Guðmundar bróður Jóns. Þetta þýddi auðvitað að Óli var búinn að fá ábúðarrétt á 16 hundruðum eða öllum þeim hluta sem Grímur hafði búið á. Að þessu gjörðu gerði Óli sér ferð til Ófeigsfjarðar seint í nóvember 1834 og tilkynnti Grími bónda þessi tíðindi og þar með að hann [Grímur ] skyldi flytja á næstu fardögum [ júní 1835] af jörðinni. En hvernig sem það hefir verið þá virðist sem ekki hafi gengið saman um þetta með þeim bændunum. Það sem gerðist næst var það, að Óli skrifaði sáttanefndinni í Árnes- hreppi þann 14. janúar 1835 og óskaði eftir að Grímur Alexíusson yrði kallaður til sáttafundar til að fullgjöra þá samninga sem þeir gjört hafi við síðustu samfundi í Ófeigsfirði viðvíkjandi sölu til sín eða annarra á parti þeim sem Grímur átti í jörðinni Seljanesi, sem hann þá hafi lofað að láta sig vita innan mánaðar en hafi ennþá ekki gert. Sömuleiðis til að tala um fleiri skilmála, sem þá hafi skeð þeirra á milli áhrærandi Ófeigsfjörð. Þetta gekk eftir og var Grími stefnt til sáttafundar í Árnesi þann 26. janúar 1835. Greinargerð sáttanefndarinnar, þeirra séra Þorleifs Jónssonar í Árnesi og Magnúsar Guðmundssonar hreppstjóra á Finnbogastöðum, um hvað hefði gerst á fundinum, hljóðar svo: ,,Í Árnesi þann 26. janúar síðastliðinn bar saman fundum bændanna Óla Viborg í Reykjarfirði og Gríms Alexíussonar í Ófeigsfirði. Við sáttatilraun bauð bóndinn Óli Viborg bóndanum Grími í Ófeigsfirði að vera þar kyrran þetta ár ef hann vildi þægjast sér dálítið meira í landskuldar skyni, [hækka leiguna] sem Grímur neitaði að því til- lögðu: Ég bið hann aldrei! Eftir tilmælum Óla Jenssonar Viborgs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.