Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 2
E
kkert fyrirtæki verður til í tómarúmi. Öll eru þau stofnuð vegna þess að eigendur
þeirra sjá tækifæri til þess að veita þjónustu eða framleiða vöru. Í flestum tilvikum er
þá um vöru eða þjónustu að ræða sem markaðurinn þekkir í einhverri mynd, en svo
eru dæmi um fyrirtæki þar sem sköpunarstarfið nær þeim hæðum að til verður afurð
sem markaðurinn hefur ekki séð áður, uppfyllir jafnvel þarfir eða leysir vandamál sem heim-
urinn vissi ekki af að væru til staðar.
Í tólfta sinn kynnir Creditinfo lista yfir úrvalshóp fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla ströng
skilyrði um eignastöðu, eigið fé og jákvæða rekstrarniðurstöðu. Þótt listinn sé langur á íslensk-
an mælikvarða, þ.e. á níunda hundraðið, þá komast aðeins um 2% virkra fyrirtækja á listann.
Það eru því aðeins þau fyrirtæki sem ná eftirtektarverðum árangri sem talist geta framúr-
skarandi.
Síðustu ár hefur Morgunblaðið í samstarfi við Creditinfo gefið út sérstakt blað helgað þess-
um fyrirtækjum. Listinn sjálfur er birtur ásamt áhugaverðri tölfræðilegri samantekt varðandi
fyrirtækin sem á honum eru. En við höfum einnig tekið fjöldamarga fyrirtækjastjórnendur tali
og er blaðið sem hér lítur dagsins ljós engin undantekning í þeim efnum. Fyrirtækin sem þetta
fólk stjórnar eru eins fjölbreytt og þau eru mörg en sameiginlegur þráður tengir þau þó öll
saman. Þau hafa á að skipa öflugum hópi starfsfólks. Það hefur undir forystu stjórnenda og
eigenda sýnt þrautseigju við að byggja fyrirtækin upp og þar skiptir ráðdeild í bland við heil-
brigða áhættutöku máli. Stofnun fyrirtækis er út af fyrir sig áhættusamt framtak, en með
ábyrgri framgöngu í bland við heppni og fyrrnefnda áhættutöku verða töfrarnir til.
Og fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt, óháð stærð og umsvifum, að þau skipta öll máli fyr-
ir samfélagið. Þjónustan og framleiðslan sem þau standa fyrir skiptir
sköpum, ekki aðeins við verðmætasköpunina sem slíka, heldur
einnig grundvallarþætti sem hvert verlferðarþjóðfélag verður að
búa yfir. Þetta birtist t.d. hjá fyrirtækinu Distica sem tryggir
aðgengi landsmanna að bestu lyfjum og lækningatækjum sem heil-
brigðiskerfið þarf á að halda. Mýflug flytur fólk milli landshluta svo
koma megi því undir læknishendur. Benchmark Genetics fram-
leiðir hrogn fyrir starfsgrein sem eftir fá ár mun skapa
hundraða milljarða gjaldeyristekjur fyrir samfélagið.
Optical Studio flytur inn gler svo snúa megi á sjóndep-
urð fólks og Verksýn tekur á mygluvandamálum í hús-
um vítt og breitt. Það er í raun magnað að heyra sög-
urnar sem viðmælendur okkar hafa að segja, hver og
einn. Þær eru bitar í stærra púsli sem nefnist íslenskt
atvinnulíf. Þar verða verðmætin til sem eru undir-
staða alls þess sem við viljum geta boðið okkur upp á
og komandi kynslóðum í fyllingu tímans. Nú þegar ný
ríkisstjórn er á teikniborðinu mætti helsta verkefni
hennar vera að búa þessum fyrirtækjum og þeim sem
eru í burðarliðnum einfalt og skýrt regluverk sem
íþyngir ekki um of. Það gæti orðið mikilvægasta fram-
lag hennar til komandi ára, sé rétt á málum haldið.
Þrautseigja skilur á
milli feigs og ófeigs
Stefán Einar Stefánsson
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Útgefandi Árvakur Umsjón Stefán Einar Stefánsson Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Baldur Arnarson
baldur@mbl.is, Þóroddur Bjarnason thoroddur@mbl.is Auglýsingar Berglind Guðrún Bergman berglindb@mbl.is
Viðar Ingi Pétursson vip@mbl.is Grafík Sigurður B. Sigurðsson Forsíða Kristinn Magnússon Prentun Landsprent ehf.
Unnið í samstarfi við
Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár
Hvað gerir fyrirtæki
framúrskarandi?
Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru vegna
COVID-19 áskiljum við okkur rétt til að kalla eftir frekari up-
plýsingum sem kynnu að varpa ljósi á rekstur fyrirtækja
ef ástæða þykir til. Tekið verður tillit til allra opinberra
framlenginga RSK á skilafresti ársreikninga.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug
fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla
hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að
uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð hér að neðan.
Lísa Björk Óskarsdóttir stýrir Nathan & Ol-
sen. Hún segir mikilvægt að hlúa að starfs-
fólki og gæta að jafnrétti fólks á vinnustaðn-
um.
Hlúa að starfsfólki
70
Benchmark Genetics er annað tveggja risa-
fyrirtækja í heiminum á sviði hrognafram-
leiðslu. Staða fyrirtækisins er afrakstur þrot-
lausrar vinnu síðustu áratugi.
Leiðandi á heimsvísu
18
Marel vermir efsta sætið á
lista yfir framúrskarandi fyrir-
tæki á Íslandi. Fyrirtækið
varði 11 milljörðum króna í
nýsköpun á síðasta ári og
stefnir á frekari vöxt.
Marel fremst
meðal
jafningja
66
Hjá Mýflugi skiptir máli að bregðast hratt við
þegar sjúkraflugið er annars vegar. Þar
skipta mínúturnar máli og flugmenn þjálfaðir
í að undirbúa flug með skömmum fyrirvara.
Hraðinn skiptir máli
76
Júlía Rós Atladóttir var nýtekin við hjá Dis-
tica þegar fyrirtækið fékk það risaverkefni í
hendur að halda utan um bóluefnainnflutn-
ing hingað til lands vegna kórónuveirunnar.
Risaverkefni í fangið
30
VIÐSKIPTA