Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 3

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 3
SJÁLFSBJÖRG ÚTGEFANDI: LANDSSAMBAND FATLAÐRA Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Emil Andersen, Akureyri, Hulda Steinsdóttir,' Sigluf., Ingibjörg Magnúsdóttir, ísa- firði, Valgerður Hauksdóttir, Hveragerði, Sigursveinn D. Kristinsson, Reykjavik. — Prentað í Prentverki Odds Björnssonar h.f., Akureyri. 1. ÁRGANGUR 1959 A V A R P Byrjun sólmánaðar. Skollasálin var enn þá alhvít og Skútudalurinn, en klettapeys- an hægramegin á Hólshyrnunni var svört nreð hvítum röndum. Suðrið andaði þýð- vindum, og þegar sólin skein á klettana roðnuðu þeir strax á vangann. Tveir menn hittust í góðviðrinu á tröpp- unum við Gránugötu 14, annar handar- vana, hinn með bilaða fætur. Þeir ræddu um það, hvort ekki væri hægt að koma á fót samtökum til þess að berjast fyrir rétt- indum fatlaðs fólks. Næstu daga stækkaði hópurinn. Það var rætt við fleiri, sem höfðu skerta starfsorku vegna fötlunar. Allir voru sammála um nauðsyn samtakanna, og fyrsta félagið var stofnað 10. júní 1958 og hlaut nafnið Sjálfsbjörg — félag fatlaðra á Siglu- firði. Síðar um sumarið risu upp félög í Reykjavík, ísafirði, Akureyri og í Árnes- sýslu, öll undir nafninu Sjálfsbjörg — félag fatlaðra. Stefnt var að því frá upphafi, að félögin mynduðu samband sín á milli. Dagana 4.-6. júní 1959 var stofnþing Sjálfsbjargar — landssambands fatlaðra háð í Reykjavík. Þar voru mættir fulltrúar frá öllum Sjálfsbjargarfélögunum. Störf þings- ins einkenndust af sama áhuganum fyrir samtökum hinna fötluðu um félags- og at- vinnumál, eins og árið áður hafði komið í ljós við stofnun Sjálfsbjargarfélaganna. Baráttu- og áhugamál samtakanna eru margþætt, og verður hér aðeins minnzt á nokkur hin þýðingarmestu. Það er nrarkmið samtakanna að gera öllu fötluðu fólki kleift að taka þátt í félagslífi, sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Heilbrigt fólk á að vonum erfitt með að gera sér þess ljósa grein hve risavaxnar þær hindranir eru, sem fatlað fólk þarf stundum að sigrast á, til að geta notið þess að vera þátttakendur í almertnu félagslífi. Við, sem orðið lröfum að glíma við þá erfiðleika, jafnt innri sem ytri, vitum hve mikilvægt verkefni samtök okkar hafa að leysa á þessu sviði. Eitt fyrsta verkefnið til úrlausnar félags- málunum er að félögin og landssambandið geti komið sér upp félagsheimilum, sem jafnframt geti orðið miðstöð fyrir létta vinnu félaganna. Styrktarfélagar Sjálfsbjarg- ar, sem að jafnaði eru heilbrigt fólk, geta veitt ómetanlegan stuðning við að leysa hin félagrslegu vandamál. Bezta lausnin á atvinnumálum fatlaðra er að starfskraftar okkar verði nýttir í al- mennum atvinnurekstri eða þjónustu eins og annarra þegna þjóðfélagsins, eftir því sem orka okkar og aðstæður leyfa. sjálfsbjörg 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.