Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 4

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 4
Atvinnuveitendur eru þó haldnir nokk- urri tortryggni gegn fötluðu fólki. Þeim hættir til að líta á ökkur eins og gallaða vöru, e£ okkur vantar hönd eða fót. Það mat er því aðeins rétt að litið sé á fólk eins og sýningargripi eða dráttardýr. Það er hins vegar ekki hægt að láta kvarða almennrar verzlunar um nrál og vog gilda um andlega orku. Með einbeitingu tekst fötluðu fólki mjög oft að ná góðum‘árangri og afköstum í störfum sínum, e£ það aðeins fær aðstöðu til að beita kröftum sínum og hæfileikum. Eitt af mikilvægum áhugamálum samtak- anna er það, að vekja skilning samborgar- anna á þessari staðreynd, og það mun ætíð verða metnaðarmál okkar sem einstaklinga að sanna með störfum okkar, að við séum ekki lakari þjóðfélagsþegnar en annað fólk. Vegna hinna mörgu, sem ekki geta aflað sér lífsframfæris að fullu með vinnu sinni, hljóta umbætur á tryggingalöggjöfinni að verða eitt af meginbaráttumálum samtaka okkar. Örorkulífeyrir þarf að hækka svo, að hann nægi til lífsnauðsynja: fæðis, húsnæðis og fata, þannig að öryrkjar geti lifað eins og annað fólk án sveitarstyrks. Það eitt eru fullkomin mannréttindi. Það er viðurkennt að kaupmáttur launa sé nú minni en árið 1947, en örorkulífeyrir hefur þó hækkað miklu minna þessi ár, en almennt kaup. Almennt tímakaup er nú h. u. b. 240% hærra en 1947, en örorkulífeyrir aðeins 187.5% hærri en 1947. Miðað við að þessar tölur frá 1947 séu grunntölur vantar því 52.5% upp á ,að örorkulífeyrir hafi fylgt eftir almennu tímakaupi á þessu tímabili. Sá örorku- og ellilífeyrir sem nú er greiddur er svo lágur að hann getur frem- ur kallazt bætur en lífeyrir. Hækkun örorkulaunanna um 30%, sem stofnþing Sjálfsbjargar — landssamband fatlaðra gerði ályktun um til Alþingis mun vera nálgt því að jafngilda minnkuðu verð- gildi örorkulífeyrisins frá 1947. Samtök okkar munu leitast við að efla samvinnu öryrkjasamtakanna á sem flest- um sviðum, því að þannig er þess mest von að árangur náist. Að lokum vil ég biðja ykkur, sem nú er- uð að byggja upp Sjálfsbjargarfélögin, að vera þess minnug, að styrkleiki samtakanna er kominn undir áhuga hvers einstaks félaga og starfi hans. Reykjavík í júlí 1959. Sigursveinn D. Kristinsson. NÁLAUGAÐ Hlustaðu á sólaruppkomuna hlustaðu bróðir á hróp þinna bræðra utanaðkomandi sos óþarft þetta ert þú og ég veldu sjálfið veröld með hverfulum breytileika samvizka á fjallstindi köntuð kúla í sívalning líkamlega frjálsi maður komdu vinur til hjálpar barátta vor er þörf komandi og verandi kynslóða ekkert er oss ómáttugt sé samstarfið sterkt vinsemd og hvatning oss kemur til starfa og sjálfsbjargar. S. E. A. 2 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.