Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 7
Fulltrúar á stofnþingi landssambandsins.
ötullega að fjárveitingu frá hinu opinbera
í fyrsta lagi. Sótt verði um beinan styrk frá
Alþingi og veitingu úr Erfðafjársjóði.
4. Styrkur til samtakarma. Nefndin legg-
ur til vegna byrjunarörðugleika sambands-
ins, að félögin, hvert á sínum stað, komi
upp fjáröflunardegi, svo sem með hluta-
veltu, basar eða slíku, sem rynni óskipt til
styrktar sambandinu.
5. Nefndin leggur til við sambandsstjórn,
að hún vinni að föstum fjáröflunarlið fyrir
samtökin, svo sem fastaálagi á lúxusvöru-
tegund, á borð við styrki af töppum, eld-
spýtum ó. fl. Nefndin hefir enga tillögu að
leggja fram á því sviði að sinni.
Ályktun um bandalag öryrkjasamtakanna.
Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra haldið í Reykjavík dagana 4.-6.
júní 1959 lýsir áhuga sínum á auknu sam-
starfi öryrkjafélaganna.
Telur þingið að stefna beri að því, að hin
þrjú öryrkjasamtök, sem nú starfa í land-
inu, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Samband íslenzkra berklasjúklinga og
Blindrafélagið myndi bandalag sín á milli
til þess að skipuleggja og samræma barátt-
una fyrir auknum rétti og bættum hag ör-
yrkjanna í landinu.
Samþykkir þingið að fela stjórn sam-
bandsins að vinna að framgangi málsins.
Ályktun um félagsréttindi.
Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, lítur svo á að Sjálfsbjargarfélögin
ættu ekki að veita vangefnu fólki full félags-
réttindi innan samtakanna.
Þar sem svo stendur á að börn hafa sótt
um upptöku í félögin, gæti verið ástæða til,
að veita föður eða móður barnsins félags-
réttindi þar til barnið er 16 ára, þó með
þeim takmörkunum, að slíkir foreldrar séu
ekki kjörgengir til stjómarstarfa eða sem
fulltrúar til sambandsþings.
sjálfsbjörg 5