Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 9
með skemmtisamkomu, sem Sjálísbjörg í
Reykjavík bauð okkur til og haldin var í
félagsheimilinu í Kópavogi, þar voru frarn
bornar veitingar og ýmislegt var þar til
skemmtunar, og í alla staði mjög ánægju-
legt.
Það var að öllu leyti mjög ánægjulegt að
sitja þetta fyrsta þing samtaka okkar, og er
vonandi að í framtíðinni ríki ávallt hinn
sami félagsandi innan samtakanna og ríkti
þar að þessu sinni, þá mun vel farnast og
öllum málum hinna fötluðu miða áfram á
réttri braut, braut samvinnu og samhjálpar.
Viljum við fulltrúar héðan af Akureyri
þakka félögunum alls staðar af landinu fyr-
ir góða samvinnu og sérstaklega ánægjuleg-
ar samverustundir þessa júnídaga í Reykja-
vík, og við bjóðum þá velkomna til Akur-
eyrar, þar sem þing Landsambandsins verð-
ur háð á næsta vori.
Emil Andersen,
forseti.
GÓÐIR LESENDUR
Nú þegar samtök okkar fara af stað með
sitt fyrsta ársrit, vil ég aðeins fylgja því úr
hlaði með örfáum orðunr. Það er von mín
og ósk, að þessu riti okkar verði vel tekið.
Ég veit vel að það er allt yfir fullt af alls
konar ritum og bæklingum og að þið getið
farið inn í næstu sjoppu og keypt ykkur
miklu girnilegri rit, til lesturs, en þetta er,
en samt, kaupið blaðið okkar, fylgizt með
baráttu hinna fötluðu og styrkið um leið
samtök okkar. í trausti þess að þannig séu
nú flestir gerðir, að þeir hafi áhuga á fleiru
en því, sem er kynæsandi og morðritum,
látum við þetta rit koma fyrir almennings
sjónir.
Emil Andersen.
L Ö G
SJÁLFSBJARGAR
landssambands fatlaðra
I. kafli: Nafn og tilgangur.
1. gr.
Sambandið heitir Sjálfsbjörg — landssam-
band fatlaðra. Lögheimili þess er í Reykja-
vík.
2. gr.
Hlutvei'k sambandsins er að hafa forystu
í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum réttind-
um og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu, meðal
annars með því:
a) að veita félögum innan sambandsins
og fötluðum einstaklingum utan sambands-
ins jafnt og innan þess þá fyrirgreiðslu og
hjálp senr það getur í té látið.
b) að koma á fót og starfrækja félagsheim-
ili, þar sem starfsemi sambandsins geti farið
fram.
c) að styðja fatlað fólk til þess að afla
sér þeirrar menntúnar, bóklegrar eða verk-
legrar, sem það hefir löngun og hæfileika til.
d) að aðstoða fatlað fólk til þess að leita
sér þeirrar vinnu sem það er fært til að leysa
af hendi í atvinnurekstri eða þjónustu.
e) að stuðla að því að félögin geti komið
upp félags- og vinnuheimilum fyrir sam-
tökin, hvert á sínu félagssvæði, og með því
bætt aðstöðu fatlaðs fólks til félagslífs og
atvinnu.
f) að koma upp þjálfunarstöðvum fyrir
fatlað fólk úti um land, þar sem slíkar stöðv-
ar eru ekki fyrir hendi.
g) að vinna að bættri löggjöf um mál-
efni fatlaðs fólks.
h) að efla samstarf við önnur öryrkja-
samtök innan lands og utan.
sjálfsbjörg 7