Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 13

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 13
GUÐMUNDURSKALDBERGÞORSSON í hitt eð fyrra átti Guðmundur skáld Bergþórsson þriggja alda afmæli. Fæddur 1657, dáinn 1705. Hann var eitt af merk- ustu rímnaskáldum þjóðarinnar á 17. öld. Guðmundur var maður mjög fatlaður allt frá fjögurra.ára aldri. Gat ekki hreyft hendur né fætur utan vinstri handlegg. En með vinstri hendi skrifaði hann. Um Guðmund Bergþórsson skrifar Finn- ur Sigmundsson landsbókavörður í formála fyrir Olgeirsrímum danska: „Ævi Guðmundar Bergþórssonar er um margt raunasaga, en þó jafnframt saga mik- illa sigra. Hann er kominn af fátækum og umkomulitlum foreldrum. Fjögurra ára að aldri veikist hann og er farlama upp frá því, máttvana í fótum og hægri hönd að mestu og mjög krepptur. Sakir gáfna sinna og stakrar námfýsi tekst honum þó að læra að lesa og skrifa og síðan að afla sér marg- víslegs fróðleiks. Hann fer snemrna að yrkja, og tuttugu og þriggja ára að aldri ræðst hann í það stórvirki að kveða Olgeirs- rímur. Hann vinnur hylli almennings og þjóðsögur skapast um hann. Lærðir menn veita honum athygli, og þá rekur í roga- stanz þegar þeir kynnast gáfum hans og þekkingu." Síðar í sama formála segir Finnur: „Til sannindamerkis um gáfur Guð- mundar og andríki segja þjóðsögurnar frá því, að eitt sinn á efri árum hans hafi fund- um þeirra Jóns biskups Vídalíns borið sam- an og hafi þeir ræðst við um hríð. Segir sagan að biskup hafi ntjög undrast gáfur hans og þekkingu og er honum eignuð vísa þessi um Guðmund: Heiðarle'gur hjörva grér hlaðinn mennt og sóma, yfir hann ég ekkert ber utan hempu tóma. Hvað sem segja má um slíkar sagnir, felst í þeim mikil viðurkenning samtímamanna á hæfileikum Guðmundar. Til eru nokkrar lofvísur merkra manna um Guðmund og skáldskap hans og sést af mörgu, að hann hefur þótt hinn mikilhæfasti maður.“ Fyrsta ársirit Sjálfsbjargar — landssam- bands fatlaðra vill með þessum orðum minnast þriggja alda afmælis þessa m'kil- hæfa, fatlaða manns. SKIPIN KOMA Sérðu skipin er sigla inn flóann sína votu leið. Ú tþráin kallar á okkur bæði út á höfin breið. En skipin sigla, skipin koma og skipin fara sinn veg, aðeins tveir eru eftir heima það erum við, þú og ég. Skipin koma að landi, líða og láta í haf í kvöld. En heima eru margir sem bundnir bíða bundnir við örlög köld. Horfa eftir þeim sem fleygir og færir frjálsir ganga sinn veg. Það eru fleiri eftir heima en aðeins þú og ég. St. SJÁLFSBJÖRG 11

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.