Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 17

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 17
þjáning, hver gleðistund — allt, allt, nota ég, til að byggja upp. Öll blómin, sem þú hefur elskað, munu prýða garðinn þinn. Engu verður glatað, vertu viss um það.“ „Þú hlýtur að vera Guð,“ sagði litla stúlkan, „fyrst þú ert svona máttugur. En ertu langt kominn með húsið.“ Þá brosti maðurinn dásamlegi og dró úr barmi sínum litla skuggsjá. Litla dalastúlk- an leit í hana. Og sjá, þarna var undur- fallegt hús nær fullsmíðað. Og systur henn- ar, sem farnar voru, brostu til hennar. mildu, hlýju brosi. En þá féll litla stúlkan á kné og faðmaði fætur mannsins dásamlega og sagði. „Þú ert Guð. Þakka þér fyrir húsið mitt, Drottinn minn og Guð minn.“ F.n allt í einu hvarf maðurinn dásamlesfi o og litla stúlkan sat eftir á steininum. En hvað þetta var fagur draumur. Guð gefi henni kraft til að vera svolítið bjart- sýnni í framtíðinni. Eva Hjálmarsdóttir. NÚ E R V 0 R Nú er mál að vakna vinna verða á fætur, störfum sinna, verkefni er ei vandi að finna víst er margt sem gera skal, út við sjó og inn í dal, elju megum aldrei linna. ísland kallar sprund og hal. Sé ég yfir sæinn bláa svífa fugla vængjafráa, yfir falda öldu háa enn skín sól því nú er vor. Enn eru stigin auðnuspor. Marga áttu ísland knáa unga menn með hug og þor. St. EVA HJÁLMARSDÓTTIR Eva Eljálmarsdóttir er fædd í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, 16. nóv. 1905. Þar lifði hún ljúfa bernsku til 10 ára aldurs. Þá kennir hún lasleika, sem bregður nokkr- um skugga á líf hennar og 12 ára gömul varð hún krampaveik og upp frá því svo þróttlítil, að hún gat með veikum mætti staulazt um. Dálítið gat hún unnið í hönd- unum, til gagns og gamans, allt til 33 ára aldurs. Þá varð hún fyrir þungu áfalli, með þeim afleiðingum, að hún hefur ekki stig- ið í fæturna síðan. Útlimir allir lömuðust. Talfærin einnig verulega. í rúmlega einn og hálfan áratug hefur hún verið algerlega ósjálfbjarga, að því undanskildu, að hún hefur með hægri hendi getað flett blöðum. Það hefur verið henni ómetanlegt til sjálfs- bjargar við lestur, en hún hefur ekki getað borðað hjálparlaust, ekki skrifað. Með eigin hendi skrifaði Eva frumrit að þeim sögum og ljóðum er birtust í „Hvítir vængir“ 1946 og „Það er gaman að lifa“ 1947, en bækurnar „Paradís bernsku minn- ar“, „Margt er srnátt í vettling manns“ og „Á dularvegum“ eru frá fyrstu hendi af öðrum skráðar. Sr. Sveinn Víkingur á mestar þakkir fyrir þá miklu liðveizlu, að búa handritin undir prentun, sr. Jón Auðuns að einni bókinni. í handriti á Eva efni í sjöttu bókina „Mót hækkandi sól“. Dr. Helgi Tómasson, sem þekkti Evu og lífskjör hennar manna bezt, lét svo um mælt, að bækurnar hennar „væru krafta- verk“. G. M. P. Læknirinn: „Þessar svefntöflur endast yð- ur í sex vikur“. Sjúklingurinn: „En hamingjan góða! Ég hef ekki tíma til að sofa svo lengi“. sjálfsbjörg 15

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.