Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 20

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 20
MILHAIL SOSTSCHENKO: LÖGREGLUHUNDURINN GÓÐI Loðkápunni hans Jeremias Babkin hafði verið stolið. Hún var úr þvottabjarnar- skinni og honum sárnaði þetta óvænta tjón eins og þið munuð skilja. „Loðkápan," sagði hann, „hún var falleg, félagi. Það angrar mig. Ég mun hvorki spara fé né annað, til þess að finna hann, þjófinn. Ég hræki framan í þann herjans þrjót og óþokka.“ — Og Jeremias Babkin lét kalla á lögregluhundinn. Það kom maður með der- húfu og vafða fótleggi, og með honum kom hundurinn. Feikna stór, mórauður hundur með langt og mjótt trýni, sem skaut fólki skelk í bringu. Maðurinn sýndi dýrinu sporin við dyrn- ar og sagði: „Pss, pss,“ og gekk til liliðar. Hundurinn þefaði smávegis út í loftið, leit á leigjendurna, sem auðvitað voru allir saman komnir og stökk strax í áttina til gömlu konunnar Fjóklu. Kerlingarskarið hljóp skíthrædd til baka. Hundurinn á eftir henni. Þá sá gamla konan, Fjókla, að þýð- ingarlaust var, að flýja undan þessum hræðilega hundi og hún fleygði sér á kné fyrir framan lögreglumanninn. „Hann hefur komið upp um mig,“ sagði hún, „þetta undradýr. Ég vil ekki ljúga. Fimm skjólur af brennivíni og þar að auki apparatið. Og allt falið í ruslakompunni.“ I.eigjendurnir ráku upp stór augu. „Urn loðkápuna," svaraði hún, „veit ég ekki neitt. Ég hef aldrei séð hana. En hitt er allt satt. Nei, ég þræti ekki fyrir neitt.“ Og kerlingargreyið, Fjókla, var tekin og flutt í varðhald. Lögreglumaðurinn tók hundinn sinn aftur, ýtti trýninu á honum í sporin og sagði: „Pss, pss,“ og gekk til hliðar. Hund- urinn leit stutta stund á leigjendurna, þef- aði út í loftið og stökk allt í einu í áttina til félaga húsvarðar. Hann náfölnaði. „Bindið mig, heiðruðu félagar, ég hef heimtað inn hjá ykkur vatns- gjáld, en notað peningana í sjálfs míns þágu.“ Hundurinn og loðkápan voru gleymd, með reiðiópum réðust allir á hús- vörðinn. Jeremias Babkin deplaði augunum. Ottasleginn leit hann í kringum sig. Síðan tók hann, í mesta flýti, nokkrar rúblur úr vasa sínum og fékk þær lögreglumanninum. „Farðu,“ sagði hann, „burtu með hund- inn þinn, norður og niður. Látum loðkáp- una eiga sig. Fjandinn eigi hana.“ En þá var hundurinn kominn. Stóð fyrir framan Jeremias Babkin, dinglaði skottinu og fitjaði illilega upp á trýnið. Kaupmaður- inn fór að titra. „Já,“ sagði hann, hásum rómi, „guð veit sannleikann. Ég er sjálfur óþokkinn, þorparinn. Bróðir minn á loð- kápuna. Hann bað mig að geyma hana og ég stal henni. Ég er þrjóturinn.“ Fólkið hljóp í allar áttir. Hundurinn hafði ekki einu sinni tíma til þess að þefa út í loftið. Tveimur eða þremur náði hann þó og hélt þeim föstum. Þessir játuðu líka. Annar hafði eytt ríkis- fé í spilum, hinn hafði lamið nokkra góða félaga með straujárni og sá þriðji hafði sagt eitthvað hræðilegt, sem ekki má endurtaka. Fólkið var horfið. Garðurinn var auður. Aðeins hundurinn og lögreglumaðurinn voru eftir. Allt í einu gekk hundurinn í átt- ina til lögreglumannsins og dinglaði skott- inu. Og nú fölnaði einnig lögreglumaður- inn og féll á kné fyrir framan undrahund- inn. „Bíttu mig, félagi,“ stundi hann, „ég fæ þrjár Tscherwonzen mánaðarlega til að 18 s’jálfsbjörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.