Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 23
á götu — skaut inn orði og orði á stangli, en
hann reifst aldrei við kallana.
Það var einu sinni um sumarmál, að ég
skauzt inn til hans Einars. Þarna sátu þeir,
Einar og Óli. Óli var mállaus, en hann tal-
aði bara nteð puttunum og þeir ltéldu uppi
hrókaræðum, meistarinn og sveinninn. Það
var náttúrlega ekki gaman að því að vera
heyrnarlaus, en stundum gat það verið
þægilegt, einkum þegar hann Lárus metód-
isti lét gamminn geisa. Það var ekki alltaf
fallegt, sem liann Lárus lét út tir sér þegar
honum tétkst vel upp. Stundum lá við að
maður fyndi stybbuna úr strompunum í
neðra, þegar hann Lárus var í essinu sínu.
Það var víst meiri brennisteinsbrælan þar,
ef það var allt satt, sem liann sagði.
Mér þótti stundum gaman að honum
Lárusi, en liann var fyrir löngu btiinn að
brennimerkja mig markinu hans gamla
með hornin. Einar skósmiður sagði, að
hann Lárus ætti að hætta þessu orðbragði,
þegar blessuð börnin væru inni.
í þetta sinn vissi ég af honum Lárusi inni
í verkstæðinu. Hann Gvendur Jóns var þar
líka, svo að mér þótti vel mætt þar.
Þegar ég kom inn, tyllti ég mér á stól,
tók gamla pjötlu og skóarahníf. Þeir voru
eitthvað að skattyrðast, hann Lárus metod-
isti og hann Gvendur fóns. Eg lagði við
hlustirnar, báðir gátu komið fyrir sig orði.
„Þú minn ungi vinur,“ sagði Lárus við
mig og var mildur, eins og hann var alltaf
fyrst. „Heldurðu ekki að þessi strákdeli
þarna hefði gott af því að lesa bænirnar sín-
ar á hverju kvöldi? Hann segist ekki kunna
nema blessunarorðin, og svo kann hann þau
ekki.“
„Víst kann ég þau,“ sagði Gvendur og
var sármóðgaður, „en ég er ekkert að þylja
þau fyrir svona kalla eins og þig. Þtt ert
alltaf að prédika, en ert saml enginn séra."
Ekki vildi ég skipta mér af þessum um-
ræðum, enda komu nú inn tveir nýir gestir.
Það voru nú hvorki meira né minna en
liann Jón sinnep og hann Bjössi á sjótrján-
um. Þeir komu beina leið neðan úr Svína-
stíjunni á Hótel ísland og voru báðir svona
rétt lága-skjönt.
Trúboðinn, sem ekki var neinn séra,
gleymdi samstundis bænalestrinum hans
Gvendar Jóns. Hann hóf augu sín til lofts í
verkstæðinu, spennti greipar og sagði
þrumandi rtiddu:
„Þarna komið þið, djöfulsins þjónar,
dinglandi eftir braut syndarinnar. Hvar
haldið þið að þið lendið, Belials synir?"
„Já — hvar við lendum — hv-hvar vi-við
lendum?" sagði Bjössi á sjótrjánum og var
hugsi. „I versta falli uppi á Skólavörðu-
stígnum hjá honum Sigurði fangaverði.“
„Nei þið lendið í bikpyttunum hjá hús-
bónda ykkar — þaðan eigið þið aldrei aftur-
kvæmt. Hvað stendur ekki skrifað...."
Nú greip Einar frammí fyrir Lárusi og sagði
með liægð:
„Þú skalt nú ekki vera að þessu Lárus
minn. Þeir Bjössi og Jón eru ekki syndugri
en fólk er flest.“
„Þeir fara samt norður og niður,“ æpti
Lárus og barði í borðið. Svo hóf hann upp
hinn ógnarlegasta reiðilestur yfir þeim fé-
lögunum. Hann sagði þeim frá öllu því,
sem þeir ættu í vændum eftir að búið væi;
að koma þeim fyrir í kvíarnar hjá höfrun-
um. Þar loguðu eldar dag og nótt — pottar
og pönnur og önnur ílát væru til þess að
steikja eða sjóða hafrana, allt eftir smekk
húsbóndans. Svo væru þar rottur og mýs,
eiturslöngur og önnur illkvikindi, sem
hefðu það helzt fyrir stafni, að narta í liafr-
ana, en meðal þeirra voru þeir Jón sinnep
og Bjössi á sjótrjánum.
Þá fór að þyrsta, félagana, undir þessum
reiðilestri um eld og steikarapönnur. Bjössi
dró hálfflösku af Bröndums brennivíni upp
tir vasa sínum og saup á. Jón sinnep fékk
sér líka einn, en Einar skósmiður afþakk-
aði. Hann vildi ekki bragð við vinnuna,
Óli mállausi hélt áfram að plukka skó.
Hann var áreiðanlega feginn því núna, að
heyra ekki það, sem fram fór.
S JÁLFSB JÖRG 2 1