Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 24
Allt í einu tók Gvendur Jóns undir sig
stökk. Hann þaut eins og örskot út. Lárus
prédikari hafði hætt lestrinum um stund,
hvort sem það var til þess að draga andann,
eða vegna þess að efnið var þrotið, en nú
kom andinn aftur yfir hann. Hann mundi
eftir bænakunnáttunni lians Gvendar og
hóf ræðuna á ný. Það var æskulýður þessa
lands, sem hann lagði útaf. Það var alveg
víst, að ekki myndi nema einn af hverjum
hundrað sleppa við pottana, rotturnar og
pöddurnar á efsta degi. Ég var ekkert
hræddur við rottur og mýs, en pöddur og
svoleiðis dót var mér ekki vei við. Lárus
snéri sér að mér, og nú fór hann að fræða
okktir á því, að fæturnir á mér væru snúnir
í refsingarskyni fyrir syndir mínar. Þá var
Einari nóg boðið. Hann skaut fram í með
hægð, kankvísfegur á svipinn:
„Það getur nú varla verið vegna synda,
að fæturnir á honum eru snúnir. Hann
fæddist svona í þennan heim.“
Prédikarinn þaut á fætur, barði rækilega
í borðið og spurði Einar hvort hann ætlaði
að voga sér að draga í efa heilagt orð. Allir
menn fæddust í heiminn, syndum hlaðnir
í bak og fyrir. Svo héit liann áfram og lagði
útaf eplisræflinum í aldingarðinum. Einar
svaraði ekki, en Bjössi á sjótrjánum stakk
upp í sig tóbakstölu.
Meðan Lárus lét dæluna ganga, snaraðist
Gvendur Jóns aftur inn. Hann gekk að
prédikaranum, rjátlaði eitthvað við vasann
á honum og spurði svo ofboð sákleysislega:
„Heyrðu manni — eru þær stórar, rott-
urnar, sem eiga að narta í mann þarna
niðri lijá ljóta kallinum?“
„Já, þær eru á stærð við meðalkött og
baneitraðar. Þær gera bæði að bíta og
klóra.“ Nú var tækifærið til þess að lýsa
öllum illkvikindunum í neðra, jötunuxum,
kongulóm, sporðdrekum, marflóm, sala-
möndrum, slöngum, randaflugum, eðlum,
færilúsum og hrökkálum. Munnvatnið gus-
aðist út úr fræðaranum þgear hann lýsti
eiturtegundum hvers dýrsins fyrir sig.
22 SJÁLFSBJÖRC
Bibliusetningar þutu inn á milli til frekari
uppbyggingar.
Allt í einu greip hann hendinni í treyju-
vasann. Hann steinhætti lestrinum, náföln-
aði og kippti hendinni upp úr vasanum.
Hann hélt á stærðar rottu, sem tísti og
spriklaði. Hann sleppti henni og hún datt
á gólfið og skreið nötrandi út í horn. Lárus
prédikari kom ekki upp einu orði, en Einar
skósmiður sleppti hamrinum, hallaði sér
afturábak og hló og hló. Allir hlóu nema
prédikarinn. Loks kom Jón sinnep upp
orði, en hann tók andköf á milli:
„Ja — sérernúhvað. Ekki hefði ég haldið,
að þér yrðuð fyrir þessari ásókn í lifanda
lífi, Lárus minn. En svona er það nú. Þá
vitið þér það.“
Trúboðinn greip hattinn sinn. Hann
horfði yfir hópinn og gekk síðan til dyra og
þaut út. Hann skildi dyrnar opnar og rottu-
ræfillinn var ekki lengi að bjarga sér út
með honum.
Það var mikið um þetta talað í Vestur-
bænum á eftir, en Lárus metodisti ákvað að
láta okkur deyja í syndunum, að minnsta
kosti kom liann aldrei í verkstæðið hjá hon-
um Einari.
Við söknuðum hans ekki.
Fyrir nokkrum árum var tekinn upp út-
varpsþáttur á Selfossi, já eða nei. Ein stúlk-
an sem þar var, var spurð að því hvort
Hekla væri í Árnessýslu, og svaraði hún því
neitandi, en spyrjandi taldi Heklu vera í
Árnessýslu. Þetta varð tilefni til þess að
ónefndur Árnesingur kvað eftirfarandi
vísu:
Hann Sveinn ætlar að flytja fjöll,
fræga tók hann Heklu.
Vestan Þjórsár vígði völl,
varð að hornaskellu.
Selfyssingur.