Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 26
KAREN
Á síðustu árum hefur verið m'kið rætt og
nokkuð ritað um „spastíska l<)mun“ eða
lamastjarfa eins og það hefur verið nefnt
á íslenzku. Saga sú, er hér fer á eftir, er
saga um óvenjulegt barn og hugrakka for-
eldra, sem tóku tíma frá daglegum önnum
heima fyrir til þess að breiða þá þekkingu
út manna á meðal, að barn með lamastjarfa
þurfi ekki að vera dæmt til einangrunar —
og vöktu með því von þúsunda manna.
Þetta er saga um fjölskyldu, sem neitaði að
viðurkenna þann úrskurð margra lækna,
að „tilfelli“ Karenar væri vonlaust. Bókina
um Karen hefur frú Marie Killilea, móðir
hennar, ritað, og það, sem hér er birt, er
aðeins lauslegur útdráttur úr henni.
Karen var fædd í Bandaríkjunum árið
1940, svo ófullburða, að henni var vart hug-
að líf. Þegar hún átta mánaða gömul fór af
sjúkraluisinu, komst yfirlæknirinn svo að
orði að samkvæmt vísindalögmáli hefði
þetta barn ekki átt að vera á lífi. Guð liefði
vafalaust þyrmt lífi hennar í einhverjum
ákveðnum tilgangi.
Þegar Karen var orðin eins árs gömul og
hvorki farin að hreyfa sig né tala eins og
önnur börn, urðu foreldrar hennar s'kelfd-
ir og létu lækni skoða hana. Hann felldi
þann úrskurð, að hún væri með lamastjarfa
og myndi sennilega aldrei geta setzt upp,
notað hendur sínar eða talað.
Þau fóru með barnið til hvers læknisins
af öðrum, en þá var þessi veiki lítt þekkt.
Einn sérfræðingurinn sagðist enga trú hafa
á því, að þessi börn hefðu nokkra andlega
hælile'ka. Annar ráðlagði þeim að senda
barnið á eitthvert hæli og gleyma því, að
þau hefðu nokkurn tíma eignazt það.
En þrátt fyrir allt þetta misstu hinir
ungu foreldrar ekki kjarkinn, en ákváðu að
hætta ekki fyrr en þau hefðu fundið ein-
hvern, sem gæti hjálpað Karen. Og nú hófst
erfiður tími. Tvö og hálft ár liðu — ár von-
leysis og árangurslausrar leitar. Þau fóru
um landið þvert og endilangt og alla leið
til Kanada, heimsóttu sjúkrahús eftir
sjúkrahús og leituðu til tuttugu og þriggja
helztu lækna landsins. Þau steyptu sér í
botnlausar skuldir, en allt til einskis.
Karen var nú orðin þriggja og hálfs árs
og gat setið ofurlítið uppi og talað fáein
orð. Þetta var að vísu ekki mikið miðað við
önnur þriggja ára börn, en framfarir voru
það samt. Efst í huga þeirra voru þó and-
legir hæfileikar hennar. Þau hvor.ki vildu
né gátu trúað að hún væri vangefin, svo
skýrleg voru augu hennar. En gat það verið,
að þau hefðu rétt fyrir sér og læknarnir
rangt?
Loks, dag einn, þegar móðir Karenar sat
við sjúkrabeð manns síns, las hún, af tilvilj-
un, í kvöldblaði einu, að dr. B„ sérfræðing-
ur í lamastjarfa væri staddur í borginni í
fyrirlestrarferð. Hún flýtti sér þegar daginn
eftir á fund hans með Karen, en lét engan
vita um för sína, því að það var almenn
skoðun ættingja þeirra og vina, að leit
þeirra væri löngu gengin út í öfgar.
Læknirinn var lengi að rannsaka Karen
og spurði móður hennar margra spurninga,
sem hún hafði aldrei verið spurð áður.
Loks sagði hann, að Karen þarfnaðist hjálp-
ar, mikillar hjálpar. Það mætti kenna henni
að sitja uppi og nota hendur sínar. Og
Karen ætti eftir að ganga. Hvað viðvék and-
legum hæfileikum hennar, kvað hann eng-
an vafa leika á því, að hún hefði meira en
meðalgreind.
Oll þessi ár vonlausra drauma og árang-
urslausrar leitar hafði móðir Karenar aldrei
fellt tár, en nú grét hún, gleðitárum. —
Leitinni var lokið.
24 SJÁLFSBJÖRG