Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 27
Nokkru síðar héldu foreldrarnir með
Karen suður í land til dr.. B. til frekari
skoðunar. Hann tjáði þeim, að hún þyrfti
endurhæfingar með, lamastjarfi orsakaðist
af skemmd á einhverjum hluta heilans og
með endurhæfingunni væri annar hluti
heilans æfður tíl þess að gegna hlutverki
hins skemmda hluta, þ. e. að senda boð út í
líkamann. Karen þyrfti tvenns konar æfing-
ar, og hvora æfingu a. m. k. tvisvar í viku.
Vegna hins afar mikla kostnaðar við þetta,
ákváðu foreldrar Karenar að læra æfinoarn-
o
ar sjálf til þess að geta kennt henni. Eftir.
margra vikna nám, sagði læknirinn þeim
loks, að nú væru þau fær um að taka við
kennslunni og kvaðst vildu óska þess, að
allir „sínir foreldrar“ gætu unnið saman.
Hann bætti því við, að starfið myndi ekki
alltaf reynast auðvelt. Því yrði að halda
áfram ekki mánuðum, heldur árum saman.
En launin væru þess lí'ka verð. Þann dag,
sem Karen tæki sitt fyrsta skref, fyndu þau
til gleði, sem fulllaunaði allt þeirra erfiði.
Karen tók smárn saman framförum, og
foreldrum liennar varð tíðrætt unt öll þau
lamastjarfa börn og foreldra þeirra, sem
höfðu orðið á vegi þeirra á ferðalögunum;
fólk með sama vandamál og þau sjálf, sem
liefði þó engrar Itjálpar notið. Ef hægt yrði
að komast að raun um, live margir sjúkl-
ingarnir væru, kom þeim saman um, að ef
til vill mætti eitthvað gera. Með aðstoð
heilbrigðisfulltrúans (ifluðu þau sér vitn-
eskju um 58 fjölskyldur, þar sem voru lama-
stjarfa sjúklingar, en þóttust þó viss um, að
þeir væru miklu fleiri í landinu. Nú ákváðu
þau að kalla saman fund í því skyni að
koma á fót félagsskap til gagnkvæmrar
hjálpar og upplýsinga. Þau skrifuðu þessum
58 fjcjls'kyldum og auglýstu auk þess fund-
inn rækilega í blöðum og útvarpi. Þau
bjuggust við um 30 manns, en 117 mættu
á fundinum. Daginn eftir birtu cjll hlöðin
frásagnir af fundinum ásamt þeirri frétt, að
sett hefði verið á stofn félag lamastjarfa
fólks.
Brátt var félagið önnum kafið við að
safna fé til þess að koma sér upp hentugu
húsnæði, æfingarstöð og ráða til sín sér-
fræðinga o. s. frv. Fleiri félög risu upp, og
10. júní 1946 var miklum áfanga náð, þeg-
ar 16 fulltrúar frá ýmsum ríkjum Banda
ríkjanna stofnuðu Landssamhand félag-
anna.
Mánuðirnir liðu, og læknirinn hafði
reynzt sannspár. Oft var daglega stritið við
fjögurra klukkustunda æfingar nærri því
ofraun Karen og móður hennar. En ekki
þurfti nema lítið „kraftaverk“, eins og t. d.
þegar Karen tókst eftir þriggja vikna árang-
urslausar tilraunir að hneppa einum
hnappi og lyfta öðrum fætinum, til þess að
gefa þeirn aftur trri á lífið, og þreytunni var
svipt burtu á svipstundu.
Fyrri hluta nóvembermánaðar, þegar
Karen var rétt sjö ára og hafði í þrjti og
hálft ár gert gönguæfingar í grind, var enn
haldið suður í land til dr. B. Hann komst
svo að orði um Karen, að hún hefði tekið
furðulega miklum framförum, og hún væri
einn allra bezti sjúklingurinn, sem hann
hefði nokkru sinni haft. Þessar hröðu fram
farir væru henni einni að þakka, skörpum
skilningi hennar, viljaþreki og áhuga. Nú
væri því kominn tími til, að hún æfði sig í
að ganga við hækjur.
Eftir að heim var komið var beðið með
óþreyju eftir hækjunum ,og þann 17. nóv.
birtust þær loks, skínandi fagrar. Strax við
fyrstu tilraunina gat Karen gengið, en hægt
og hikandi, að vísu. Nú voru morgunæfing-
arnar ekki lengur þreytandi. Hún tók geysi-
hröðum framförum, og aðeins mánuði síð-
ar var aftur lagt af stað suður. Það var
sannkcjlluð sigurganga fyrir Karen. A þess-
um ljcjrum árum voru ailir farnir að þekkja
hana og fylgdust vel með framförum lienn-
ar; burðarmennirnir, lestarstjcjrinn, þjón-
arnir og hótelstjcjrinn á hótelinu, sem Jiau
sjálfsbjörg 25