Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 31

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 31
tími, en Rakel litla notaði þann tíma vel. Hún var óvenjnlega bráðþroska og greind- arlegt barn, kurteis og prúð svo af bar, ætíð þýð og lipur í allri umgengni. Allir, sem til hennar þekktu, elskuðu hana og virtu, þeim er sár harmur kveðinn við fráfall hennar, þó elskulegir foreldrar og ung systkini eigi þar drýgstan ldut að máli. Sérstaklega var Rakel litla móður sinni mikils virði fyrir alla þá hjálp og um- hyggju, sem hún veitti henni, hverja stund í hennar erfiðu kringumstæðum. Snúning- ar heimilisins lentu óumflýjanlega mikið á herðum þessa barns, þar sem húsmóðirin var mikið fotluð. Allt þetta bar Rakel litla með svo mikilli ró og hugprýði, að sb'ks munu fá dæmi. bað eru bjartar minningar, sem fylgja henni út yfir landamæri lífs og dauða, og vissan um það, að köllun hennar héðan til æðri starfa kom svo snemma, vegna kær- leika hennar og trúar á hið góða og sanna í heiminum, hjálpar syrgjendum að bera harma sína. Rakel litla var elzt fjögurra systkina, dóttir hjónanna Jónínu Egilsdóttur og Guðna Gestssonar, og flyt ég þeim í nafni Sjálfsbjargar innilegar samúðankveðjur. Blessuð sé minning þessarar litlu stúlku. Hulda Steinsdóttir. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR FÆDD 18. DESEMBER 1905. DÁIN 17. JÚNÍ 1959. NOKKUR MINNINGARORÐ Skjótt vill oft sól sumri bregða í lífi okk- ar mannanna. Svo fannst mörgum þegar andlátsfregn þessarar góðu konu barst um bæinn frá Sjúkrahúsi Siglufjarðar þjóðhá- tíðardaginn 17. júní síðastliðinn. Að vísu var hún aldrei heilsuhraust og mun sjaldan hafa gengið heil til skógar. Fyrir tveim árum leitaði hún læknisaðstoð- ar hjá læknum í Reykjavík og mun hafa þar fengið einhverja bót á veikindum sínum, svo síðastl. ár gekk hún til vinnu í Hrað- frystihúsi hér í bæ og virtist hress og glað- leg við vinnu. En svo skipti um á svip- stundu og eftir nokikurra daga legu á Sjúkrahúsinu var hún liðið lík. Sigrún var fædd að Þrasastöðum í Stíflu í Austur-Fljótum 18. des. 1905, eins og að ofan greinir. Fluttist með foreldrum sínum að Berghyl í sömu sveit, en þau voru Anna Jóhannesdóttir og Stefán Benediktsson. Voru þau hjón bæði af góðu bergi brotin Sigríður Stefánsdóttir. SJÁLFSBJÖRG 29

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.