Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 32

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 32
t. d. var Stefán bróðursonur Guðmundar Stefánssonar skálds í Minnibrekku 0? báðir af hinni fjölmennu og merku Stórubrekku- ætt í Fljótum. Sigrún ólst upp hjá foreldr- um sínum í fjölmennum systkinahópi J>ar til föður hennar, aðalfyrirvinnu heimilisins, var í burtu kippt, en hann drukknaði ásamt mörgum góðum drengjum vorið 1922, er hákarlaskipið „Maríanna“ hvarf í hafið í norðaustan fárviðri. Upp frá því leituðu eldri systkinin burt frá heimilinu. Mun Sigrún hafa leitað eftir atvinnu hér í kaupstaðnum sérstaklega á vetrum. Á heimili frú Ingibjargar Jónsdótt- ur og Andrésar Hafliðasonar, kaupmanns, dvaldi hún í nokkra vetur við hússtörf. Voru þau hjón henni æ síðan ákaflega væn, enda minntist Sigrún þeirra alltaf með hlý- hug. Árið 1930 gekk hún að eiga eftirlif- andi eiginmann sinn, Harald Þór Friðbergs- son, vélsmíðameistara liér í bæ. Stofnsettu Jiau sitt heimili hér. Þau eignuðust 6 sonu, og eru nú 5 þeirra á lífi, mjög mannvæn- legir og hafa flestir þeirra gengið sömu braut og faðir þeirra, fulllært eða að læra vélsmíði. Sigrún var mikil húsmóðir. Hug- ur hennar snerist um heimilið, sem var að- laðandi og myndarlegt og svo um uppeldi sonanna, er hún annaðist af ástúð og blíðu. Hún var búin sjaldgæfri þjónusulund, ein- lægri löngun til að hjálpa og þjónusta þar, sem þörf var á, kom sá góði eiginleiki henn- ar ekki aðeins fram við eiginmann og syni, heldur hvarvetna þar sem hún sá einhver bágindi. Hún skyggndist um í lífi samferða- fólksins og einkennilega vel og með stakri nærgætni gat hún sett sig í spor þess fólks, sem að einhverju leyti og með ýmsu móti voru þeim vanefnum búnir, að þeir gátu eklki notið lífsins nema með hjálp með- bræðranna. Henni var ljúft að leiða alla úr skugganum fram í ljósið og greiða götu Jjeirra. Vanmáttur hennar til að fullnægja þessari þjónustulund var mikil, það fann hún sjálf, og því var hún alls hugar fegin þegar rætt var um að stofna hér deild í fél- agi fatlaðra er nefnd var „Sjálfsbjörg“. Hún gerðist strax einn af stofnendum þess félags og liugðist þar með leggja sinn skerf fram til aðstoðar fötluðum meðbræðrum sínum. Hún vann ötullega að starfsemi þess félags meðan henni entust lífdagar. Frá þessum samtökum er hún nú kært kvödd, með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. HÓPFERÐ ,,Sjálfsbjörg“ — félag fatlaðra í Siglufirði, efndi til skemmtiferðar sunnudaginn 5. júlí sl. Farið var frá Siglufirði kl. 9/2 f. h. í tveimur bílum inn að Skeiðfossi í Fljótum til móts við 70 manna hóp frá Sjálfsbjörg á Akureyri, er fagnaði Siglfirðingum með kaffiveitingum o. fl. • Þar fengum við að sjá Skeiðfossvirkjun- ina, að því búnu var snæddur hádegisverð- ur. Kl. 1 fóru báðir hóparnir á fremri brún Stífluhóla. Þaðan var horft yfir Stífluna og skýrð bæja-, fjalla- og örnefna-heiti fyrir J^eim, sem ókunnugir voru. Þaðan var farið að Gröf á Höfðaströnd, þar skoðuðum við Bænahúsið og fleira. Þaðan var keyrt að Hólum í. Hjaltadal. Þar skoðuðum við fyrst Gamla bæinn og svo hi'na sérkennilegu Hólakirkju. Kristján Karlsson, skólastjóri, sagði okk- ur í stórum dráttum sögu kirkjunnar. Einn- ig söguna um hina stórmerku Altarisbrík — JFramhald á bls. 41) 30 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.