Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 36

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 36
Frá vinnukvöldi Sjálfsbjargar á Akureyri. Stefánsson, arkitekt. Byggingameistarar verða þeir Jón B. Jónsson og Jón Gíslason. Nú þegar þessar línur eru skrifaðar, er búið að grafa fyrir húsinu og steypa í rásir, og uppsláttur er hafinn fyrir sökk I i. Húsið verður hlaðið úr vikurholsteini, ein lueð, það sem byggt verður í ár er 170 fermetrar, en teikning er af mun stærra húsi, og fer viðbygging eftir því hvað okkur gengur vel af afla okkur fjár til liennar. Húsinu verður skipt í vinnusal og geymslur. F.nn fremur verður þar eldhús og snyrtiherbergi. Við vonum að þetta átak okkar verði til hvatningar fyrir önnur félög innan samtaka okkar. Það er vissulega þetta sem koma skal á hverjum þeim stað, sem Sjálfsbjargarfélög eru starfandi. Að lokum, kæru félagar í Sjálfsbjörg á Akureyri, þið hafið sýnt alveg sérstakan fé- lagsþroska, með samheldni ykkar á síðast- liðnu ári. Látið aldrei annað um ykkur spyrjast, en það að þið haldið áfranr af sama dugnaði og liingað til, ef þið gerið það, þá verður ekki langt þangað til að þið sjáið flesta drauma ykkar rætast. Vinnum öll að bættum hag okkar og styðjum hvort annað, þá fyrst getum við vænzt árangurs af starfi okkar. Að lokum vil ég svo vona að Sjálfsbjarg- arfélögunum megi auðnast það, að vinna gott og árangursríkt starf í þágu hinna fötl- uðu, og að þjóð okkar megi sjá, að þó að einn af þegnum hennar fatlist, þá er ekki þar með sagt, að hann sé dæmdur úr leik. Ég vona svo, þó að Sjálfsbjörg hér á A.k- ureyri njóti ekki minna krafta lengur, þá komi annar og taki við, og haldi áfram þar sem ég hætti. Guð blessi ykkur. Emil Andersen. 34 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.