Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 43
andi að sem flestir ættu þess kost að dvelja
um stund í Dómkirkjunni að Hólum, það
er áreiðanlega mannbætandi að konra þar.
Frá Hólum var haldið heim á leið og
ihvergi stanzað fyrr en til Akureyrar kom.
Allir, senr í þessa ferð fóru, virtust vera
ánægðir með ferðalagið og sumir spurðu
hvenær ætti að fara í næstu ferð.
Að endingu vil ég svo þakka öllum, senr
voru með í þessari ferð, fyrir ánægjulegar
stundir, og vona að við eigum eftir að fara
margar slíkar ferðir á vegum Sjálfsbjargar,
því hvað er skemnrtilegra en að ferðast unr
landið og skoða fagrar sveitir, og kynnast
bæði inn á við og út á við?
Ég vil svo fyrir hönd Sjálfsbjargar á Ak-
ureyri þakka öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt greiddu fyrir okkur á þessu
ferðalagi.
Sérstaklega vil ég þakka þeim bílstjórun-
um Gísla og Svavari fyrir alla þá lipurð og
Ferðahópurinn í brekliunni fyrir framan skóla-
húsið að Hólum.
góðhug er þeir sýndu okkur allan tímann,
sem við vorum saman. Emil Andersen.
HÓPFERÐ. (Framhald af bls. 30)
er sagnir herma að Jón biskup Arason muni
hafa keypt og gefið kirkjunni. Þá sagði
hann frá líkneskju og myndum af Kristi á
Krossinum, frá biskupamyndunum og af
hverjum hver þeirra sé og síðast frá gröf-
um biskupanna undir kórgólfinu og í
hverja hver þeirra hafi verið lagður. Að því
búnu lék ........ Traustason 4 sálma á
nýja kirkjuorgelið. Hann og skóiastjóri
sungu og margir af aðkomugestum tóku
undir. Á meðan ég dvaldi í Hólakirkju,
fannst mér ég vera staddur í tvenns konar
heimi — heimi hins áþreifanlega veruleika
— og lieimi fortíðarinnar — fyrir mörgunr
öldum. Farið var úr kirkju í Turn Jóns
Arasonar biskups, upp alla stiga svo langt,
sem komizt varð. Þaðan að sjá, voru þeir
sem dvöldu á jörðu niðri heldur smávaxn-
ir. Að því búnu var horft yfir Hólastað og
hið undurfagra útsýni þaðan, eftir það feng-
um við okkur hressingu úr skrínum okkar.
Kl. 6 kvöddum við Hóla og héldum heim-
leiðis. Á vegamótunum við Hjaltadalsárbrú
stönzuðu báðir hóparnir og kvöddust hress-
ir í anda eftir sameiginlega skemmtun og
óskuðu hver öðrum allra heilla og ham-
ingju í framtíðinni og góðrar heimkomu.
Að því búnu fór hver sína leið. Komið var
til Siglufjarðar kl. 9 um kvöldið. G. S.
Annar bílstjórinn okkar i ferðinni, Svavar.
SJÁLFSBJÖRG 41