Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 27
breytingu, — og ef ég verð skáld, vil ég verða skáld, sem að henni stefni“. „Og þú heldur, að þig skorti ekki til þess líkamsþrek, hvað sem öðru líður?“ Hann hleypti brúnum og hvassti á mig augun: „Hvað heldurðu það hafi kostað af vilja, já, af líkamsþreki, að öðlast trú á sjálfan sig — eins og maður er og eins og allt var í kringum mann í bernsku? Jafnvel veill og bæklaður líkami getur dugað, ef sá andi, sem honum er íklæddur, er nógu stálviss um rétt sinn til lífsins og hlut- verk sitt í lífinu. Og andi, sem hefur ekki aðeins vaðið eld sárustu þjáninga heldur staðið í honum árum saman á viðkvæm- asta skeiði ævinnar, hérvistar sinnar, mundu þeir segja trúmennirnir, og ekki látið bugast, — hann mundi mikils megn- ugur, þegar hann hefur gei-t sér grein fyrir því, að hann eigi sér mikið og göfugt hlutverk“. Ég þagði andartak, mælti síðan: „En þeir, sem ekki eru gæddir þinni greind, þínu skapi, þínum vilja?“ „Þeir eru allir meira og minna bækl- aðir og lamaðir, sem ekki gera sér grein fyrir rétti sínum, manngildi sínu, skyld- um sínum gagnvart sjálfum sér og sínum nánustu og þar með samfélagi sínu, fólkið, sem vinnur og stríðir, lotið og beygt engu síður en þeir, sem eru kallaðir bæklaðir, — því að vilji og manndómur hinna er lamaður og í sumum tilfellum bæklaður“. Hann reis allt í einu á fætur, lét hækjuna liggja í grasinu, en studdist við stafinn. Svo hvessti hann á mig augun. Þau sindr- uðu ekki. Nú brá rauðum bjarma yfir sjá- öldrin. Hann studdist ekki lengur við staf- inn, hann hélt honum á lofti. Og nú hélt hann áfram — í hvösum, dálítið hvellum tón: „Þú skalt sjá, að sá tími kemur og er ekki ýkja langt undan, þegar allir, sem^ gæddir eru heilbrigðri skynsemi og ekki eru gersamlega lamaðir líkamlega, verða góðir og gildir þegnar samfélagsins, gædd- ir sjálfstrausti og sjálfsvirðingu og metnir að verðleikum, en þeir, sem lífið hefur neitað um getu til starfa, njóta hjúkr- unar og andlegrar endurnæringar, eftir því sem framast eru tök á — og án þess, að þar komi til sú ógeðslega þurfamanna- miskunnsemi, sem hefur verið mörgum þurfandi og þjáðum meira kvalræði en sjálfur skorturinn, vanheilsan eða van- getan. Þú skalt sjá . . .“ Nú veifaði hann stafnum: „ . . . Að hér mun það verða dag- legur atburður, að blindir fái sýn og haltir gangi — ekki aðeins í líkamlegri merk- ingu, heldur líka og fyrst og fremst í andlegri“. Allt í einu brosti hann, sé ofur- lítið saman í hnjám og herðum, horfði út til hafsins og sagði svo: „Þú kallar þetta kannski hillingar“. „Ja, já“, sagði ég, „en hillingar eru líka veruleiki“. Hann leit á ný til mín, var hugsi, kink- aði síðan kolli. „Já, máski þurfum við alltaf að sjá það í hillingum, sem seinna verður að virkum veruleika í lífi okkar og samfélagsins . . . En hvað er þetta? Þarna er þá Óli Varmá kominn“. Félagi minn og samstarfsmaður var Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson. Svo getur þá hver, sem vill, borið hill- ingar saman við hinn virka veruleika. □ ÞUNGIR DÓMAR Up'pgjöri skal aldrei kvíða, þó oft séu glöp hjá manni sjálfum. En það er hart að þurfa tíða, þyngsta dóma af verstu bjálfum. Egill Helgason. SJÁLFSBJÖRG 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.