Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 21

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 21
að vísu feiminn í fyrstu, en það rættist úr honum, enda kom hann sér til skemmt- unar. Hann sagði ekki til nafns síns, en við kölluðum hann Smala. Tíminn leið, við kvöddum gestinn og héldum áfram suður og niður. — Brúin á Eldvatninu er of lágreist fyrir háfermdan bíl, svo að við fórum niður hjá Ásum og yfir ána þar. Nú var verið að byggja þarna nýja brú. Þaðan á svo að liggja þráðbeinn vegur austur að Hólmi. — Við héldum nú niður með Kúðafljóti, suður fyrir hið stórfeng- lega Skaftáreldahraun, austur Meðalland og Landbrot, yfir Skaftá og að Kirkju- bæjarklaustri. Þar tryggðum við okkur gistingu innan húss næstu nótt, og héld- um síðan austur Síðu og Fljótshverfi, austur fyrir Lómagnúp. Þar á aurunum við Núpsá upphófst leit mikil að náttúru- steinum. En hvorki fannst gull né gim- steinar, lausnarsteinar né lukkugrjót. Við urðum því að snúa heim á leið steinafá og náttúrulítil, að sumra sögn. Tjaldað í rómantíkinni. Á Núpsstað skoðuðum við bænhúsið, eitt elzta guðshús landsins, gamla muni í gömlum skemmum og hrikalega fjalls- brún fyrir ofan bæinn. Þá komum við að Dverghömrtjm, því meistaraverki náttúr- unnar. — Svo var komið að Kiaustri og Drukkið miðdegiskaffið. klöngrast á sláturhússloft. Var full erfitt að komast þangað upp, en með samhjálp og samvinnu tókst það. Við fengum tvö herbergi til umráða, með mjög þröngu salerni. Var nú eldaður mikill og góður matur, og var mjög ánægjulegt að sjá „matmóðurina" breiða sig út yfir gólfið, eins og ógnarstóra ungamóður með kjúkl- ingaskarann kring um sig. — Allir borð- uðu vel, sváfu vel, og auðvitað leið okkur öllum vel að morgni næsta dags. Nú var aftur komin rigning, en þurrkur hafði verið daginn áður, eini þurkdagur- inn á Síðunni um langan tíma. Við tíndum farangurinn út á bílinn, og var nú hægara að koma honum niður en upp áður. Ókum svo frá Klaustri styztu leið að gömlu brún- inni yfir Eldvatnið. Bárum af bílnum yfir brúna og komum öllu aftur upp á bílinn milli skúra. Það var vel af sér vikið. Við Laufskálavörðu á Mýrdalssandi urðum við að fylgja reglunni og byggja vörðu. Var rifið grjót upp úr sandinum og hlaðin væn varða og virðuleg, svo að af bar, enda voru sum okkar ótrúlega handföst við grjótvinnuna. — Undir Víkurklettum var safnað melstöng í ausandi rigningu. — I Vík var farið í verzlanir og síðan ekið niður í fjörusandinn. Gerðu sumir tilraun með að vaða út í hafsauga, en urðu frá að hverfa votir í fætur eins og gamli Nói forðum daga. Þar var safnað ýmsum minjagripum svo sem skeljum, Syrtlings- vikri, spýtum og brimslípuðum blágrýtis- SJÁLFSBJÖRG 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.