Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 18

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 18
Eitt af hinum hentugu „skápaeldhúsum" í litlu íbúðunum í Kollektivhúsinu í Kaupmannahöfn. SAMBYGGINGIN I ÁLABORG Kollektívhúsið á Grænlandstorgi í Ála- borg er reist á sama grundvelli og húsið í Kaupmannahöfn. Húsið er 23000 ferm., 16 hæðir. Hálfrar milljóna króna ríkis- styrkur hefur greitt sérútbúnað handa fötluðu fólki, svo að íbúar hússins, sem ekki eru fatlaðir, þurfa ekki að taka þátt í þeim útgjöldum. I húsinu eru 214 íbúðir og sömu leiguskilmálar og íbúða stærð og í húsinu í Kaupmannahöfn. I um það bil 70 íbúðum eru fatlaðir, einn eða fleiri og þar eru einnig „verndaðir bústaðir“ fyrir 16 ungmenni, mikið fötluð. Landssamband fatlaðra, Vanföreforen- ingen, hefur gengizt fyrir stofnun hjúkr- unarheimilis, ,,Petersborghjemmet“, sem tekur að sér hjúkrun, ef þörf krefur, fyrir íbúa Kollektívhússins, auk þess sem það er bústaður um það bil 20 ungmenna. „Byggingarfélag fatlaðra" hefur enn- fremur stofnað systrafélög víðs vegar um Danmörku, er hafa reist ýmiss konar byggingar með sérstaklega útbúnum her- bergjum og sjúkradeildum handa hinum mikið fötluðu. Þessar byggingar eru aðal- lega í bæjunum, en á einstaka stað úti á landsbyggðinni, þar sem hinn fatlaði býr og hefur atvinnu, hafa byggingafélögin reist einbýlishús, með þörf hinna mikið fötluðu í huga. Þrátt fyrir allar þær framfarir, sem orð- ið hafa á seinni árum, eru byggingarnar handa fötluðum enn á tilraunastigi. En reynslan hefur samt sýnt okkur, að eink- um í stærri bæjunum, þar sem hægt er að hagnýta sér sambýlið, er unnt að veita hinum mikið fatlaða manni þá aðstöðu, að hann getur algjörlega hjálpað sér sjálf- ur, en þyrfti ella að dvelja á hæli, sem bæði er mun dýrara fyrir þjóðfélagið og óæskilegra fyrir hinn fatlaða sjálfan. Þessar tilraunir okkar eru því vel þess virði, að þeim sé haldið áfram. (Þýtt úr dönsku). □ Gamall maður gaf 10-eyring í samskota- bauk Hjálpræðishersins og spurði síðan stúlkuna, sem stjórnaði samkomunni: „Hvað gerið þér nú við þessa peninga?“ „Gef þá guði“. „Og hvað eruð þér gömul, stúlka mín?“ „Nítján ára“. „Ég er 87 ára“, svaraði sá gamli og tók pening sinn aftur. „Þér þurfið ekki að hafa fyrir því að koma honum til guðs. Ég hitti hann að líkindum á undan yður“. 18 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.