Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 38

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 38
efni, sem væru nægilega létt á höndum og þó arðbær. Allt þetta stendur þó tii bóta. Þá hefur Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra, ásamt félaginu í Reykjavík, frá upphafi stefnt að því að koma upp í Reykjavík byggingu fyrir miðstöð samtak- anna. í þessari miðstöð verða dvalarheim- ili, þjálfunarstöð, vinnustofur, húsnæði fyrir fræðslustarfsemi og fleira, sem sam- tökunum er nauðsynlegt. Þar verður rúm fyrir fólk, sem kemur til dvalar utan af landi, vegna sjúkraþjálfunar eða náms. Þessu máli er nú svo langt komið að ráð- gert er að framkvæmdir hefjist fyrir haustið. Að lokum: — Hvert er gildi Sjálfsbjarg- ar fyrir okkur, hið fatlaða fólk, og þjóð- félagið ? Almennt er viðurkennt að menningar- stig þjóðfélags sé undir því komið, öðru frernur, hve mikill hluti þjóðfélagsþegn- anna er hlugengur í samfélaginu, í félags- lífi, menningarlífi og framleiðslu. Allt starf Sjálfsbjargar stuðlar að því að starfskraftar okkar, sem í samtökun- um eru, komi þjóðfélaginu að sem bezt- um notum og að við getum, hvert um sig, lifað sem sjálfstæðustu og auðugustu menningarlífi. Við lítum svo á að það sé jafnt hagur þjóðfélagsins og persónuleg- ur hagur okkar að veitt sé nauðsynleg hjálp og fyrirgreiðsia af hálfu hins opin- bera til þess að markmiðum okkar verði náð. Þess vegna höldum við ótrauð áfram að styrkja samtökin og halda fram rétt- indamálum okkar. Að lokum færi ég alúðarþakkir öllum þeim, opinberum aðilum og öðrum, sem sýnt hafa skilning á málefnum fatiaðra og veitt samtökum okkar margháttaðan stuðning. Ásgeir Ingvarsson SÖNGUR SJÁLFSBJARGAR Rofin er hula húms og skugga, hafinn dagur nýr, » dagur lífs og Ijúfra anna, langur, bjartur, hlýr. Förum saman fram til starfa, fyllum hópinn stóra, djarfa. Vaknandi lífstrú einn og alla að einu marki knýr. Er ekki líkt og haltur hafi hækju á éldinn fleygt, eöa blindur gœfugull í götu sinni eygt. við að skapa verk til parfa, vinna, nema, lifa, starfa, uið að hafa í vinarbrjósti vonarloga kveikt. 38 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.