Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 38

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 38
efni, sem væru nægilega létt á höndum og þó arðbær. Allt þetta stendur þó tii bóta. Þá hefur Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra, ásamt félaginu í Reykjavík, frá upphafi stefnt að því að koma upp í Reykjavík byggingu fyrir miðstöð samtak- anna. í þessari miðstöð verða dvalarheim- ili, þjálfunarstöð, vinnustofur, húsnæði fyrir fræðslustarfsemi og fleira, sem sam- tökunum er nauðsynlegt. Þar verður rúm fyrir fólk, sem kemur til dvalar utan af landi, vegna sjúkraþjálfunar eða náms. Þessu máli er nú svo langt komið að ráð- gert er að framkvæmdir hefjist fyrir haustið. Að lokum: — Hvert er gildi Sjálfsbjarg- ar fyrir okkur, hið fatlaða fólk, og þjóð- félagið ? Almennt er viðurkennt að menningar- stig þjóðfélags sé undir því komið, öðru frernur, hve mikill hluti þjóðfélagsþegn- anna er hlugengur í samfélaginu, í félags- lífi, menningarlífi og framleiðslu. Allt starf Sjálfsbjargar stuðlar að því að starfskraftar okkar, sem í samtökun- um eru, komi þjóðfélaginu að sem bezt- um notum og að við getum, hvert um sig, lifað sem sjálfstæðustu og auðugustu menningarlífi. Við lítum svo á að það sé jafnt hagur þjóðfélagsins og persónuleg- ur hagur okkar að veitt sé nauðsynleg hjálp og fyrirgreiðsia af hálfu hins opin- bera til þess að markmiðum okkar verði náð. Þess vegna höldum við ótrauð áfram að styrkja samtökin og halda fram rétt- indamálum okkar. Að lokum færi ég alúðarþakkir öllum þeim, opinberum aðilum og öðrum, sem sýnt hafa skilning á málefnum fatiaðra og veitt samtökum okkar margháttaðan stuðning. Ásgeir Ingvarsson SÖNGUR SJÁLFSBJARGAR Rofin er hula húms og skugga, hafinn dagur nýr, » dagur lífs og Ijúfra anna, langur, bjartur, hlýr. Förum saman fram til starfa, fyllum hópinn stóra, djarfa. Vaknandi lífstrú einn og alla að einu marki knýr. Er ekki líkt og haltur hafi hækju á éldinn fleygt, eöa blindur gœfugull í götu sinni eygt. við að skapa verk til parfa, vinna, nema, lifa, starfa, uið að hafa í vinarbrjósti vonarloga kveikt. 38 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.