Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 24
Guðmundur Gíslason Hagalín HILLINGAR OG VERULEIKI Við fórum úr bílnum suður á Arnar- nesinu, og ég sagði við bílstjórann: „Þú sækir okkur svo, Óli minn, eftir klukkutíma“. „Skal gert“, sagði Öli frá Varmá. „Það getur reyndar munað 10, 15 mínútum til eða frá, ef ég fæ túr í bænum, en fari ég eitthvað lengra, sé ég um, að annar sæki ykkur“. „Við treystum því“, sagði ég. „Bless svo lengi“. Við félagi minn héldum síðan af stað niður á nesið. Þó að við ætluðum ekki langt, fórum við mjög hægt, því að hann var ekki vel fallinn til gangs. Bakið var hnýtt og annar fóturinn visinn, handlegg- irnir voru styrkir og hendurnar sterkar, og honum skilaði raunar furðanlega áfram á hækjunni og stafnum. Þarna var hún, þúfan græna, í aurgráu holtinu. Báðir mundum við þessa vin í eyðimörk holts- jns. Hundaþúfa, — já, það var hún víst, en ef hún var það, var hún óvenjustór, var í raun og veru lítill hóll. Og enn er hún til, þrátt fyrir allt umrót og jarð- rask seinustu ára á svæðinu milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. „Hér setjumst við“, sagði félagi minn. „Já, hér sjáum við vel út til hafsins og hillinganna“. „Þetta er einmitt staðurinn, sem ég minntist á við þig“, sagði ég. Og svo hlammaði ég mér niður í dimmgrænt og safamikið grasið. Hann settist líka, en með nauðsynlegri varygð, og svo horfðum við báðir til norð- vesturs, — út til hafsins og Snæfellsness- fjallgarðsins. Þar blasti við næsta furðuleg sýn. Vesturloftið var — svo langt sem séð varð til suðurs — skreytt þeirri dásam- legu litadýrð, sem iðulega mætir augimr þeirra að kvöldi dags, sem búa við Faxa- flóa, en þegar norður dró, gat að líta und- ursamlegar og næsta óvenjulegar hilling- ar. Þar risu hrikalegir fjallgarðar með blásvörtum hamrabeltum, sem krýnd voru sólrcðnum snækórónum. Þessar furðu- strandir lágu í sveig allt þangað, sem Snæ- fellsnesið tók við, en yfir það gat að líta 24 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.