Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 24
Guðmundur Gíslason Hagalín HILLINGAR OG VERULEIKI Við fórum úr bílnum suður á Arnar- nesinu, og ég sagði við bílstjórann: „Þú sækir okkur svo, Óli minn, eftir klukkutíma“. „Skal gert“, sagði Öli frá Varmá. „Það getur reyndar munað 10, 15 mínútum til eða frá, ef ég fæ túr í bænum, en fari ég eitthvað lengra, sé ég um, að annar sæki ykkur“. „Við treystum því“, sagði ég. „Bless svo lengi“. Við félagi minn héldum síðan af stað niður á nesið. Þó að við ætluðum ekki langt, fórum við mjög hægt, því að hann var ekki vel fallinn til gangs. Bakið var hnýtt og annar fóturinn visinn, handlegg- irnir voru styrkir og hendurnar sterkar, og honum skilaði raunar furðanlega áfram á hækjunni og stafnum. Þarna var hún, þúfan græna, í aurgráu holtinu. Báðir mundum við þessa vin í eyðimörk holts- jns. Hundaþúfa, — já, það var hún víst, en ef hún var það, var hún óvenjustór, var í raun og veru lítill hóll. Og enn er hún til, þrátt fyrir allt umrót og jarð- rask seinustu ára á svæðinu milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. „Hér setjumst við“, sagði félagi minn. „Já, hér sjáum við vel út til hafsins og hillinganna“. „Þetta er einmitt staðurinn, sem ég minntist á við þig“, sagði ég. Og svo hlammaði ég mér niður í dimmgrænt og safamikið grasið. Hann settist líka, en með nauðsynlegri varygð, og svo horfðum við báðir til norð- vesturs, — út til hafsins og Snæfellsness- fjallgarðsins. Þar blasti við næsta furðuleg sýn. Vesturloftið var — svo langt sem séð varð til suðurs — skreytt þeirri dásam- legu litadýrð, sem iðulega mætir augimr þeirra að kvöldi dags, sem búa við Faxa- flóa, en þegar norður dró, gat að líta und- ursamlegar og næsta óvenjulegar hilling- ar. Þar risu hrikalegir fjallgarðar með blásvörtum hamrabeltum, sem krýnd voru sólrcðnum snækórónum. Þessar furðu- strandir lágu í sveig allt þangað, sem Snæ- fellsnesið tók við, en yfir það gat að líta 24 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.