Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 26

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 26
Já, þagnarstundin varð löng, — en nú leit hann á mig, og við vorum víst báðir búnir að gleyma sólarlagstöfrunum. Hann sagði: „Þú veizt, að ég trúi ekki á himnaríki trúarbragðanna — eða veiztu það kannski ekki, hefur kannski ekki tekið mikið mark á því, sem ég hef fieygt framan í þig og aðra um þá hluti? . . . En það er satt: Ég get ekki trúað á það og vil ekki trúa á það, ekki eins og allt er. Himnaríki trú- arinnar lít ég á sem blekkjandi og auvirði- lega uppbót, premíu, sem þeim er heitið, sem fara alls á mis og notaðir eru sem þrælar . . . En ég hef séð í hillingum himnaríki á jörðu, séð það ríki, þar sem manneskjurnar eru svo sælar og þá um leið góðar, að þær þyrftu ekki annað en anda hérna á aurholtið og á sviðinn mó- ann til þess að þar spryttu og spryngju út á einu andartaki litfögur og ilmandi blóm“. Hann hafði fundið sinutopp í hinu kjarnmikla grængresi, rifið hann upp og haldið á honum í greip sinni. Um leið og hann þagnaði, fleygði hann frá sér hinni visnuðu sinu. Ég brosti við honum og mælti: „Auðvitað ertu skáld, — það hefði ég mátt vita fyrr. Þetta voru falleg og skáld- leg orð — já, engu síður fögur en þetta þarna úti við sjóndeildarhringinn“. Hann skotraði hálftortryggnislega til mín augunum. Það brá fyrir kæruleysis- legu brosi á vörum hans, en augun vitnuðu síður en svo um léttúð. Og brátt hvarf brosið og hann sagði fastmæltur: „Er skáld, — segirðu . . . Auðvitað hef ég látið mig dreyma um. að verða skáld, og ég bæði orti ljóð og skrifaði sagna- brot, meðan ég hafði ekki vit á getuleysi mínu . . . Ég hugsa, að ég yrki aldrei, en ég vildi geta skrifað sögur um alþýðuna, þá alþýðu þessa lands, sem ég þekki bezt, og vakið hana til vitundar um rétt hennar til að lifa mannsæmandi lífi og um getu hennar til að vinna sér og sínu gildi viður- kenningu. Ég hef þekkt fátæktina og alla baráttu þessa fólks til að forðast að leita á náðir þess opinbera — þekkt allt það stríð, alla þá þjáningu, fórnfýsi og sjálfs- afneitun, sem því hefur fylgt. Ætli það fólk, sem berst slíkri baráttu, skorti raun- verulega getu til að sjá sínum farborða, skorti í rauninni manndóm og kjark, -— ætli það þurfi að ganga lotið og geti ekki litið í augun á hverjum sem er? . . . Eins og ég sagði áðan, trúi ég ekki á himna- ríki, sem er einhvers staðar bak við sól, tungl og stjörnur, en ég trúi því, að til sé Guð, sem ætli mönnunum það hlutverk að skapa himnaríki á jörðu, minnsta kosti verða sér meðvitandi um vilja sinn til slíkrar sköpunar og getuna til að stefna að því marki“. „En hvers vegna hefurðu þá snúið baki við þeim, sem trúa því, að engu verði þokað í þessa átt nema með því að skipt verði gersamlega um þjóðfélagskerfi, en eru hins vegar svo trúaðir á, að slík um- skipti dugi, að heimurinn verði á stuttum tíma að Paradís að þeim loknum?“ „Ég hef ekki kveðið upp neinn áfellis- dóm yfir þeim, sem vilja bylta öllu í einni svipan og hafa tröllatrú á umskiptunum“, sagði hann og var svolítið hvass í máli. „En ég hef misst trú á, að heimsbylting sé nálæg, og hvað sem öllu öðru líður, er ég gersamlega andstæður því, að við hér sitjum og höldum að okkur höndum, bíð- um eftir byltingunni og segjum við sjálfa okkur: Þeim mun fyrr kemur hún, sem ástandið verður verra. Mig þyrsti alltaf og þyrstir enn í jákvætt starf. Ég veit, að það ríki, sem koma skal, verður að byggj- ast á bættu og breyttu hugarfari, á aukn- um manndómi og aukinni sjálfsvirðingu alþýðunnar, samfara ríkri ábyrgðartil- finningu gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ég vil og ég ég skal vinna hér að þessari 26 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.