Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 20
Einn úr hópnum FERÐ UM LANDMANNALEIÐ OG LENGRA ÞÓ Nokkrir félagar úr Sjálfsbjörg í Reykja- vík réðust í að fara óbyggðaferð í júlí- mánuði 1965.. með Bjarna í Túni á Bed- fordinum. Við höfðum meðferðis mat og tjöld og annan viðleguútbúnað, ennfremur stiga, til að auðvelda uppgöngu í bílinn. Lagt var af stað kl. 10, þann 26. júlí, og ekið tafarlaust að Lunansholti á Landi, til að taka Oddnýju með, en hún var stödd þar hjá fólki sínu. Okkur var tekið þar með sannri íslenzkri gestrisni að gömlum sveitasið. Þar töfðum við heimilisfólkið frá heyþurrkun, en þennan dag var kom- inn langþráður þerrir. Næst var stanzað við Tröllkonuhlaup. Þar hlupu tröllsyst- urnar yfir Þjórsá á árum áður. Allir fóru út úr bílnum til að horfa á þau tröllauknu átök sem þar eru háð, glímuna eilífu milli grjóts og vatns. Austan við Valahnjúka var Vatikanið vígt við hátíðlega athöfn. Það myndi auka þrifnað á gististöðum í óbyggðum að hafa Vatikan með í öllum ferðum. Var nú ekið um Kringlu og Dóma- dal að sprengigígnum Ljótapolli, sem er fagur, þrátt fyrir ljótt nafn. Þaðan var svo haldið yfir Frostastaðaháls í Land- mannalaugar. Við áttum vísa gistingu í sæluhúsi Ferðafélags Islands, en þó sváfu allmargir í tjöldum um nóttina. Veður var ágætt og allt lék í Jyndi. Flestir sváfu vel um nóttina, en að fáeinum sótti svefnleysi nokkurt. Að morgni næsta dags var risið snemma í sólskini og blíðu. Bröltu sumir í bað. Það er talsverð árátta ferðafólks, að baða sig í hverjum drullupolli. — Eftir nokkurt skvamp og skvaldur var skriðið á þurrt og óhreinindin þvegin af kroppunum. — Guðmundur Laugabóndi fylgdi okkur austur að Jökulgilskvísl, til öryggis. Hann vildi vera viss um að við kæmumst yfir, en yrðum ekki að draugum við kvíslina eða sæluhúsið. Var svo ekið sem leið ligg- ur um Kílinga, Illagil, Jökuldali og Herðu- breiðarháls í Eldgjá. Stanzað var á fitinni fyrir neðan Ströngukvíslarfossinn, reist tjöld og önnur mannvirki, sezt að snæð- ingi og hvílzt. — Síðdegis var ekið austur úr Eldgjá og upp með henni að austan- verðu, upp á móts við Ófærufoss. Þar var áð alllengi og horft á fossinn, gjána og fjallahringinn. Sæmilegt skyggni var til Lakagíga, Síðufjalla og allt til hafs. — Um kvöldið kom hópur af ferðafólki á vegum Ferðafélags Islands og tjaldaði rétt hjá okkur. Þarna er nefnilega afbragðs tjaldstaður. Sváfu nú allir vel í tjöldun- um, enda verndaði hinn góði andi öræf- anna alla frá að verða andvaka. Að morgni hins þriðja dags risu menn upp brattir og brúnaléttir. Nú urðum við að kveðja óbyggðirnar og halda til byggða. Áð var hjá Búlandi, efsta bæ í Skaftár- tungu, í mjög góðu veðri. Þá kom til okk- ar gestur heiman frá bænum. Hann var 20 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.