Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 19
Egill Halldórsson
HUGLEIÐING
í TILEFNI AF
ALÞJÓÐADEGI FATLAÐRÁ
Ei látum anda og limi stiröna,
lifum okkur inn í starfiö.
Til framrásar -skal fast við spyrna;
forðumst lengst af, — afturhvarfið,
Lát engan bilbug á oss finna:
Allt má leysa úr vanans dróma;
Það er margt sem þarf að vinna,
þjóð vorri til heiUa og sóma.
Illfœr blasir við oss vegur,
verði ekki gert við slörkin.
Til ófarnaðar alltaf dregur,
engum dyljast lokamörkin.
Ef við bregðumst, allt er glatað,
sem áður vannst á feðradögum.
Þó einn hafi villst, fær annar ratað.
Okkar er menning byggð á sögum.
Því skal áfram tefla taflið,
treysta á gœfu, lands og þjóðar —
— Til sigurs; þjapva saman aflið;
þó séu heillavœttir hljóðar.
Örugg göngum enn að verki,
ákveðin og skjót til svara.
Fast við styðjum frelsismerki,
til framfara og betri kjara.
SJÁLFSHJÖRG 19