Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 18

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 18
Eitt af hinum hentugu „skápaeldhúsum" í litlu íbúðunum í Kollektivhúsinu í Kaupmannahöfn. SAMBYGGINGIN I ÁLABORG Kollektívhúsið á Grænlandstorgi í Ála- borg er reist á sama grundvelli og húsið í Kaupmannahöfn. Húsið er 23000 ferm., 16 hæðir. Hálfrar milljóna króna ríkis- styrkur hefur greitt sérútbúnað handa fötluðu fólki, svo að íbúar hússins, sem ekki eru fatlaðir, þurfa ekki að taka þátt í þeim útgjöldum. I húsinu eru 214 íbúðir og sömu leiguskilmálar og íbúða stærð og í húsinu í Kaupmannahöfn. I um það bil 70 íbúðum eru fatlaðir, einn eða fleiri og þar eru einnig „verndaðir bústaðir“ fyrir 16 ungmenni, mikið fötluð. Landssamband fatlaðra, Vanföreforen- ingen, hefur gengizt fyrir stofnun hjúkr- unarheimilis, ,,Petersborghjemmet“, sem tekur að sér hjúkrun, ef þörf krefur, fyrir íbúa Kollektívhússins, auk þess sem það er bústaður um það bil 20 ungmenna. „Byggingarfélag fatlaðra" hefur enn- fremur stofnað systrafélög víðs vegar um Danmörku, er hafa reist ýmiss konar byggingar með sérstaklega útbúnum her- bergjum og sjúkradeildum handa hinum mikið fötluðu. Þessar byggingar eru aðal- lega í bæjunum, en á einstaka stað úti á landsbyggðinni, þar sem hinn fatlaði býr og hefur atvinnu, hafa byggingafélögin reist einbýlishús, með þörf hinna mikið fötluðu í huga. Þrátt fyrir allar þær framfarir, sem orð- ið hafa á seinni árum, eru byggingarnar handa fötluðum enn á tilraunastigi. En reynslan hefur samt sýnt okkur, að eink- um í stærri bæjunum, þar sem hægt er að hagnýta sér sambýlið, er unnt að veita hinum mikið fatlaða manni þá aðstöðu, að hann getur algjörlega hjálpað sér sjálf- ur, en þyrfti ella að dvelja á hæli, sem bæði er mun dýrara fyrir þjóðfélagið og óæskilegra fyrir hinn fatlaða sjálfan. Þessar tilraunir okkar eru því vel þess virði, að þeim sé haldið áfram. (Þýtt úr dönsku). □ Gamall maður gaf 10-eyring í samskota- bauk Hjálpræðishersins og spurði síðan stúlkuna, sem stjórnaði samkomunni: „Hvað gerið þér nú við þessa peninga?“ „Gef þá guði“. „Og hvað eruð þér gömul, stúlka mín?“ „Nítján ára“. „Ég er 87 ára“, svaraði sá gamli og tók pening sinn aftur. „Þér þurfið ekki að hafa fyrir því að koma honum til guðs. Ég hitti hann að líkindum á undan yður“. 18 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.