Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2016, Page 6

Bjarmi - 01.12.2016, Page 6
ÞAÐ HLJÓMAÐI ÞVÍ SPENNANDI TÆKIFÆRI ÞEGAR OKKUR BAUÐST AÐ HAFA UMSJÓN MEÐ EYFJÓLFS- STÖÐUM með auglýsingum um lausar kennarastöður „úti á landi". Það hljómaði þvt sem spennandi tækifæri þegar okkur bauðst að hafa umsjón með Eyjólfsstöðum samhliða því sem losnaði rúmlega hálf kennarastaða Nýgift allir að nota sömu áherslur í uppeldinu og spennustigið varð nokkuð hátt um tíma. En það var nú eiginlega líka það sem vakti fyrir þeim sem reka þessa miðstöð. Þau vissu að aðstæður okkar væru þannig að það myndu koma upp vandamál og þau urðu síðan okkar verkefni. Þetta var alls ekki auðvelt ár en að sama skapi mjög lærdómsríkt. Hugmyndin er í sjálfu sér mjög einföld. Það er í raun ekki fyrr en við setjum einstakling undir mikið álag sem við sjáum hvaða mann viðkomandi hefur að geyma. Og þegar við höfum fellt grímuna og erum kominn inn að beini getum við farið að breyta því eina sem skiptir máli og við getum breytt - okkur sjálfum." AFTUR TIL ÍSLANDS Eftir þetta lærdómsríka ár í Þýskalandi kom þau Aðalsteinn og Cornelia aftur heim til íslands og hann skráði sig í kennaranám við Háskólann á Akureyri. „Við vorum ákveðin í því að flytja í fámennt byggðalag um leið og náminu lyki og fylgdumst spennt á h v e r j u vori við Hallormsstaðaskóla. Við höfðum jú sterkar taugar til Eyjólfsstaða og sáum að staðurinn gat vel fallið að þeim hugsjónum sem við gengum með í maganum. Það voru okkur því mikil vonbrigði, já og í raun áfall, þegar við urðum að viðurkenna að við gátum ekki sætt okkur við þær breyttu áherslur sem komu fram eftir að staðurinn starfaði ekki lengur undir merkjum UFMH heldur varð hluti af lítilli fríkirkju í Reykjavík. Það tók okkur mörg ár að vinna okkur úr þessu áfalli og aftur þar fengum við margoft að reyna handleiðslu Guðs og blessun. Það getur óneitanlega verið erfitt að upplifa sterka höfnun frá trúsystkinum sínum, útilokun og í raun fordæmingu, eins og við gerðum, en þá var gott að finna og halda í fyrirheit Guðs um að hann snýr aldrei við okkur bakinu, hann skilur okkur aldrei eftir ein. Með Guði og í Guði gaf hann okkur frelsi og svigrúm til þess að vinna úr hlutunum á okkar forsendum, hann gaf okkur þann tíma sem við þurftum og skapaði eins í kringum okkur það umhverfi og þær aðstæður sem við þurftum á hverjum tíma.“ NÝ BYRJUN Þau hjón segja að þó svo áhugi þeirra til þess að vera virk í kristnum söfnuði hafi dofnað mikið við þessa reynslu þá hvarf sú hugsjón þeirra, að skapa sér heimili þar sem rými væri fyrir aðra að koma og byggjast upp andlega, ekki úr huga þeirra. „Fljótlega fór bæn okkar til Drottins aftur að hljóða í þá átt að hann yrði að sýna okkur þennan stað. Einar dyr hefðu lokast og hann yrði að opna aðrar. Það var svo vorið 2001 að við fréttum að til stæði að ríkið myndi auglýsa útboð á jörð í Reykjadal. Við gerðum okkur ferð til að skoða og komumst að því að staðurinn uppfyllti ekki bara það sem við töldum að hann þyrfti heldur féll hann einnig að öllum óskum okkar - langt fram yfir það sem við höfðum þorað að biðja Guð um. I fullu trausti þess að hér væri kominn sá staður sem Guð hefði ætlað okkur sögðum við upp húsnæðinu sem vorum með á leigu, sögðum upp störfum okkar, pökkuðum 6 | bjarmi | desember20i6

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.