Bjarmi - 01.12.2016, Page 7
niður búslóðinni og skiluðum síðan inn
tilboði í jörðina."
KENNT FYRIR NORÐAN
Aðalsteinn réði sig til kennslu bæði við
grunnskólann á staðnum og framhalds-
skólann en á sama tíma komust þau að því
að Cornelia gengi með yngsta barnið þeirra
og því Ijóst að hún yrði heimavinnandi til
að byrja með. „Þetta er auðvitað nokkuð
óvanaleg röð á því að gera hlutina og þetta
sumar var óneitanlega svolítið sérstakt,
fyrst á meðan við biðum eftir því hvort
jörðin yrði ekki örugglega auglýst, síðan
á meðan við biðum eftir því hvort okkar
tilboð myndi reynast hæst og að lokum á
meðan við biðum eftir staðfestingu á því að
tilboðinu væri tekið og að við mættum flytja
inn. Dagurinn sem tilboðin voru opnuð
var líka mjög sérstakur. Það leit nefnilega
út þannig í fyrstu eins og að okkar tilboð
væri ekki hæst en eftir frekari útreikninga
kom þó í Ijós að við áttum hæsta tilboðið
en munurinn var óverulegur. Svo margt í
þessari reynslu okkar var og er fyrir okkur
mikil staðfesting og vitnisburður um það
hversu undursamlegur Guð er og kærleiki
hans staðfestist í verki við þá sem leita
hans og leggja traust sitt á hann. Að rifja
þessa sögu reglulega upp hefur líka minnt
okkur á það að vera trú þeirri hugsjón sem
við lögðum af stað með í upphafi."
UPPBYGGINGASTARF
Allt þar til á síðasta ári hafa hjónin bæði
verið meira eða minna viðloðandi kennslu
í grunnskólanum á Laugum. „Fljótlega
hófum við þó uppbyggingu og undirbúning
að því að geta hér unnið það starf sem
hugur okkar stendur til. Þó svo að hafa til
þess takmarkað rými þá hefur alla tíð verið
mjög gestkvæmt og bæði einstaklingar
sem og fjölskyldur hafa komið til lengri
eða skemmri tíma til þess að dvelja hjá
okkur, vinna með okkur og eiga tíma hér
og saman með okkur til vaxtar í trúnni.
Við komum upp tjaldstæði til þess að
hafa aðeins meira svigrúm til þess að
taka á móti fólki en það hefur síðustu árin
einnig nýst vel sem tæki til þess að ná
til fólks og sem fjáröflun. Við stofnuðum
sjálfseignarstofnun, Lífsmótun, til þess að
geta haldíð starfinu aðskildu frá okkar eigin
fjárhag og hún rekur tjaldstæðið og hefur
af því tekjur. í fimm ár fékk Lífsmótun einnig
styrki frá Evrópusambandinu til þess að
halda úti verkefnum innan „Evrópu unga
fólksins" þar sem ungt fólk frá Evrópu kom
og dvaldi hér í tæpt ár og vann að ýmsum
samfélagsverkefnum, t.d. í skólum, fyrir
bjarmi | desember20i6 | 7