Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 8
Gróðurse'H' skógræktarfélag og svo auðvitað fyrir Lífsmótun. Stærsta verkefni Lífsmótunar hingað til hefur þó án efa verið útgáfa Lykilorða en bókin hefur komið út árlega frá því 2006." Fró afhendingu fyrstu Lykilorðabókanna 2006 ÚTGÁFA LYKILORÐA Á ÍSLENSKU Lykilorð koma frá Þýskalandi og eru mjög vel þekkt þaraf fólki úr öllum kirkjudeildum. Þau hafa líka komið út þar sleitulaust síðan árið 1731 í svo til nánast óbreyttri mynd. Cornelia heldur áfram: „Ég ólst upp við það að á heimili afa míns og ömmu var Lykilorð alltaf lesið við morgunverðarborðið. Eftir að ég fór að lesa sjálf í Biblíunni keypti ég mér alltaf Lykilorð og notaði þau með. Bókin er nefnilega ekki bara þessir stuttu daglegu biblíu- og sálmatextar heldur eru líka í henni ágætar biblíulestraráætlanir.“ Aðalsteini leist strax mjög vel á þessa litlu bók og uppbyggingu hennar og um leið og hann fór að geta skilið þýskuna aðeins betur las hann gjarnan í henni líka - eða þau saman. „Við settum okkur í samband við útgefendurna í Þýskalandi sem tóku hugmyndum okkar um að gefa út íslenska útgáfu mjög vel, hvöttu okkur og studdu en bókin kemur nú árlega út á yfir 50 tungumálum um allan heim. Við látum prenta árlega rúmlega þúsund bækur og seljum um 70% af upplaginu strax um áramótin. Þar munar mestu um nokkra aðila sem kaupa mörg eintök og gefa áfram, aðallega presta og söfnuði. Söluandvirðið hefur þó ekki náð að standa undir nema prentkostnaði enda ákváðum við strax í upphafi að bókin ætti Lykilorá kynnt ó Kirkjudögum 2005 að vera ódýr, tilgangurinn er ekki að skila fjárhagslegum arði heldur trúarvexti. Við sjáum okkar vinnu við bókina sem framlag til kirkju og kristni á íslandi, til bræðra og systra, samfélags trúaðra. Það er töluvert sem fylgir því að gefa út, kynna, minna á og selja svona bók en þetta er líka gefandi, sérstaklega þegar maður fær svo að heyra vitnisburði um það hvernig bókin og hið lifandi orð í henni hefur orðið til hjálpar í þrengingum, leiðsagnar í erfiðleikum og blessunar á öllum stundum." NÝ ÁSKORUN Fyrir rúmu ári síðan stóðu þau hjónin frammi fyrir nýrri áskorun. „Hér, eins og annars staðar í dreifðri byggð fækkar börnum og sveitarstjórnin ákvað að loka einum af þremur grunnskólum sveitarfélagsins. Eins og vel flestir vita þá eru slíka mál alltaf erfið og sjaldnast hægt að finna lausn sem allir eru sáttir við svo það er mikilvægt að vanda til slíkra verka.Við gagnrýndum opinberlega bæði vinnubrögð og niðurstöðu enda fannst okkur bæði skorta fagmennsku og niðurstaðan ganga gegn hagsmunum sveitarfélagsins. Það verður því miður oft svo erfitt fyrir fámenn samfélög, þar sem allir eru meira eða minna skyldir og tengdir hver öðrum, að taka á erfiðum málum og leysa þau. Hvort það var vegna þess að við mótmæltum vitum við auðvitað ekki en í kjölfar þess að skólar voru sameinaðir vorum við bæði látin taka pokann okkar. Það þurfti að fækka kennurum við skólana um þrjá og lentum við bæði í þeim hóp. Einfaldast fyrir okkur hefði auðvitað verið að pakka saman og flytja annað en við vildum sjá þetta sem tækifæri til þess að taka nýtt skref. Við réðumst í að breyta stærstum hluta heimilisins og höfum síðan í byrjun sumars rekið 4 herbergja gistiheimili.“ TÆKIFÆRI TENGD FERÐAMENNSKU Þá vaknar spurningin um það hvort ekki sé barist um ferðamenn í Suður-Þingeyjarsýslu eins og annars staðar. „Jú, en þrátt fyrir töluverða aukningu í framboði á gistingu í sýslunni á síðustu árum er ennþá skortur og við sjáum fyrir okkur að vera fyrst og ö | bjarmi | desembei 20i6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.