Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 10
Fimm alda mhming sidbótarínnar 2017 VIÐTAL VIÐ GUNNAR J. GUNNARSSON Á næsta ári verður fimm alda afmælis siðbótarinnar minnst víða um heim. Þá verða 500 ár liðin frá því að Marteinn Lúther hengdi skjal með 95 greinum á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg, 31. október árið 1517. Tilgangurinn var að efna til guðfræðilegrar umræðu um réttmæti aflátssölu kirkjunnar og fleira. Sá atburður markaði upphaf siðbótarhreyfingarinnar sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif víða í Evrópu, meðal annars á íslandi. Af þessu tilefni hafði Bjarmi samband við Gunnar J. Gunnarsson, en hann er formaður nefndar sem kirkjuráð skipaði til að undirbúa siðbótarafmælið hér á landi. Hvaða megináherslur verða lagðar í sambandi við fimm alda minningu siðbótarinnar? Lútherskar kirkjur víða um lönd munu minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti. Þjóðkirkjan á íslandi er í þeim hópi og vill stuðla að því að fimm alda afmælis siðbótarinnar verði minnst á fjölbreyttan hátt hér á landi. Þótt sjálf siðbreytingin hafi öðru fremur verið pólitísk hér á landi hafði siðbótin smám saman margvísleg áhrif á menningu og samfélag. Ástæða er til að beina athyglinni að þeim áhrifum þegar tímamótanna er minnst. í löndum þar sem lútherska kirkjan hefur fest rætur er eðlilegt að staldra við á þessum tímamótum, líta um öxl og horfa fram á veginn, og vega og meta áhrif Lúthers og siðbótarinnar. Ekki einungis með því að horfa til baka og minnast liðinna atburða eða eins manns, heldur til að draga lærdóma af hinu liðna fyrir bæði samtíð og framtíð. Hverjir sitja í undirbúningsnefndinni? Kirkjuráð þjóðkirkjunnar skipaði nefnd árið 2012 til að undirbúa og skipuleggja margvíslega viðburði af þessu tilefni. Nefndin tók til starfa í ársbyrjun 2013, en í henni eiga sæti Gunnar J. Gunnarsson, formaður, tilnefndur af biskupi, Solveig Lára Guðmundsdóttir, kjörin af kirkjuþingi, Sigurjón Árni Eyjólfsson, kjörinn af kirkjuþingi, Arnfríður Guðmundsdóttir, tilnefnd af guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla íslands, og Ævar Kjartansson, tilnefndur af innanríkisráðherra. Með nefndinni hefur Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, starfað, og frá miðju þessu ári hefur Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum, bæst við sem verkefnisstjóri, sem er hluti af hennar starfsskyldum. Hvað stendur svo til að gera í tilefni af siðbótarafmælinu? í upphafi ákvað nefndin að leitast yrði við að minnast siðbótarinnar með sem fjölbreyttustum hætti. Þegar hafa verið haldin nokkur málþing þar sem tekin hafa verið til umræðu valin efni sem tengjast siðbótinni. Sem dæmi má nefna efnin „Siðbótarmaðurinn Hallgrímur", „Upprisan í sálmum og predikun Lúthers", „Lúther og Biblían", „Konur og Siðbótin" og „Lúthersk 10 | bjarmi | desember20i6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.