Bjarmi - 01.12.2016, Síða 11
arfleifð í nútímasamfélagi". Á næsta ári
verða svo haldin tvö til þrjú málþing til
viðbótar, meðal annars um siðbótina í
samkirkjulegu Ijósi. í haust komu tveir
prófessorar frá Háskólanum í Kiel hingað
til lands og héldu seminar í Skálholti ásamt
því að flytja fyrirlestra í Reykjavík. Sú
heimsókn var í samstarfi við Háskólann í
Kiel, Háskóla íslands og Guðfræðistofnun.
Á afmælisárinu verður svo ýmislegt á
dagskrá. Sunnudaginn 29. janúar verður
upphafsguðsþjónusta afmælisársins
í Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem
biskup (slands, Agnes M. Sigurðardóttir,
mun predika og veður guðsþjónustunni
útvarpað. f beinu framhaldi verða síðan
tónleikar í kirkjunni sem setja siðbótarkonur
í brennidepil. Það á við vel við þar sem þessi
dagur er fæðingardagur Katarínu frá Bóra,
eiginkonu Lúthers, en hún og fleiri konur
höfðu mikil áhrif í siðbótarhreyfingunni
og full ástæða er til að vekja athygli á
hlut þeirra. Á árinu stendur til að gefa út
nokkur af ritum Lúthers á íslensku í tveimur
bindum í samvinnu við Skálholtsútgáfuna
og stuðlað verður að gerð fræðsluefnis um
Lúther og siðbótina fyrir börn, unglinga og
fullorðna. Gerður hefur verið samningur við
Stoppleikhópinn um að semja og setja upp
leiksýningu um Lúther og siðbótina. Um
verður að ræða farandsýningu sem sýna
má í kirkjum víða um land og vonast nefndin
til að áhugi verði á því að fá sýninguna í
heimsókn. Verður verkið væntanlega
frumsýnt snemma hausts. Einnig er unnið
að því í samstarfi við tvær listakonur að
gera og setja upp sýningu á verki sem
meðal annars minnir á þátt prentverks í
siðbótinni. Þá verður leitast við að halda
á lofti sálma- og tónlistararfi siðbótarinnar,
bæði í söfnuðum þjóðkirkjunnar og með
öðrum hætti. Því hefur einnig verið beint
til Sinfóníuhljómsveitar íslands að hafa
siðbótarafmælið í huga í verkefnavali sínu á
næstastarfsári. Svo standavonirtil að þýsk
jazz-hljómsveit komi hingað til lands í boði
þýska sendiráðsins til að halda tónleika.
Fjölmiðlar eru einnig mikilvægir í sambandi
GERÐUR
HEFUR VERIÐ
SAMNINGUR
VIÐ STOPP-
LEIKHÓPINN
UM AÐSEMJA
OG SETJA UPP
LEIKSÝNINGU
UM LÚTHER
OG SIÐBÓTINA
bjarnii | desember20ió | 11