Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 12
FULL ÁSTÆÐA ER TIL AÐ MINNAST ÞESS í SAMBANDI VIÐ SIÐBÓTAR- AFMÆLIÐ HVAÐA GILDI GÓÐ ÍSLENSK ÞÝÐING BIBLÍUNNAR HEFUR HAFT FYRIR ÍSLENSKA MENNINGU OG SAM- FÉLAG við siðbótarafmælið og þegar hafa verið á dagskrá á Rás 1 í Ríkisútvarpinu þættir um siðbótina og siðbótararfinn í umsjá Ævars Kjartanssonar o.fl. Jafnframt er unnið að því að fá Ríkissjónvarpið til að sýna efni sem tengist siðbótinni með einhverjum hætti, en bæði kvikmyndir og sjónvarpsefni sem fjalla um siðbótina hafa verið framleidd erlendis. Þá mun íslandspóstur gefa út frímerki af þessu tilefni í september nk. og rætt hefur verið við Borg brugghús um að brugga bjór sem tengist nafni Lúthers. Ýmislegt fleira er í deiglunni, meðal annars viðburðir í kringum siðbótardaginn í lok október. Áhersla er einnig lögð á að hvetja söfnuði þjóðkirkjunnar til að minnast tímamótanna með sem fjölbreyttustum hætti. í því sambandi má geta þess að Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur fengið Hafliða Hallgrímsson, tónskáld, til að skrifa nýja óratóríu, Mysterium, fyrir Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvara og hljómsveit, og mun kórinn frumflytja óratoríuna á Kirkjulistahátíð í lok október. Svo má geta þess að prestastefna þjóðkirkjunnar á næsta ári verður haldin í Wittenberg, þar sem boðið verður upp á fyrirlestra og ýmsa aðra viðburði sem tengjast tilefninu. Hvernig getur fólk fylgst með því sem verður á dagskrá siðbótarafmælisins? Þegar hefur verið opnuð vefsíða þar sem atburðir og dagskrá sem tengist siðbótarafmælinu verða kynnt, ásamt því að vísa á og koma á framfæri ýmiss konar efni um Lúther og siðbótina. Slóðin er kirkjan. is/sidbotarafmaeli. Sömuleiðis er síða á Facebook undir heitinu Siðbótarafmæli þar sem upplýsingum er miðlað og er ástæða til að benda fólki sem vill fylgjast með á að gera hana að ánægjuefni. Annars er verið að vinna að dagskránni þessa dagana og við vonumst til að hún verði tilbúin í ársbyrjun. Hugmyndin er meðal annars að setja hana á vefinn og búa til tengingu á hana með svokölluðum qr-kóða, sem fólk þekkir kannski ef það hefur innritað sig í flug í gegnum snjallsíma. Við í nefndinni vonumst til að það verði unnt að setja slíkan kóða á dyr sem flestra kirkna í landinu, og raunar sem víðast, þannig að þeir sem eru þar staddir með snjallsíma í höndum geti farið beint inn á dagskrána með því að taka mynd af kóðanum. Eitthvað að lokum? Við í nefndinni um fimm alda minningu sið- bótarinnar viljum leggja áhersla á siðbótina sem hreyfingu og þau margþættu áhrif sem hún hafði um leið og athyglin beinist að Lúther, áherslum hans og sjónarmiðum. Þótt minningin um Lúther og siðbótina sé alþjóðleg gefa tímamótin gott tilefni til að skoða og meta áhrif siðbótarinnar hér á landi. Þar er af ýmsu að taka og til að nefna eitt dæmi má minna á þýðingu og útgáfu Biblíunnar á íslensku þegar á 16. öld. Sagan af þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu í fjósinu í Skálholti er flestum kunn. Aðalfyrirmynd Odds mun hafa verið þýðing Lúthers. Lúther þýddi Nýja testamentið úr frummálinu, grísku, árið 1522 og tók síðan til við að þýða Gamla testamentið. Biblían í heild í þýðingu hans var gefin út árið 1534. Aðeins sex árum síðar er Nýja testamentið í þýðingu Odds gefið út eða árið 1540. Þegar Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum, gaf síðan Biblíuna út árið 1584 notaði hann m.a. þýðingu Odds á Nýja testamentinu nær óbreytta. Full ástæða er til að minnast þess í sambandi við siðbótarafmælið hvaða gíldi góð íslensk þýðing Biblíunnar hefur haft fyrir íslenska menningu og samfélag. Annað dæmi úr íslenska siðbótararfinum eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, sem hafa haft ómælda þýðingu og áhrif allt fram á okkar daga. Svo má gjarnan íhuga á þessum tímamótum hvaða gildi siðbótin hefur í dag og hvernig lútherska kirkjan getur lagt áherslu á það í starfi sínu og boðun að vera siðbótarkirkja. 12 | bjarmi | desember2oió
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.