Bjarmi - 01.12.2016, Síða 14
Hvers vegna sækir
iolk ekki kírkjjn*?
VIGFÚS INGVAR INGVARSSON
Þegar stórt er spurt verður oft lítið um
svör. Athyglisverðar rannsóknir hafa þó
verið gerðar í Ameríku til að svara þessari
spurningu. Þó að margt sé þar öðruvísi
í menningu og ekki síst kirkjulífi en við
þekkjum hérlendis þá má ætla að nokkuð
af niðurstöðunum megi heimfæra til íslands.
Hafa má í huga að margt í þjóðfélags-
þróuninni á Vesturlöndum síðustu áratugina
er fjölþjóðlegt. Yngra fólkið er meira og
minna undir sömu áhrifum, hverrar þjóðar
sem það er, og margt í mannlegu eðli er
óháð menningu.
Kirkjusókn hefur vissulega verið langt-
um meiri í Norður-Ameríku en Evrópu og
kristni þar haldið meira á lofti í almennri
þjóðfélagsumræðu. Það mætti jafnvel halda
því fram að tengsl ríkis og kirkju hafi verið
þar mikil þrátt fyrir formlegan aðskilnað
þar á milli. Miðað við (sland hefur kristnilíf
vestanhafs meira tengst reglulegri kirkju-
sókn og virkri þátttöku í safnaðarstarfi sem
hefur byggst á miklu sjálfboðastarfi og
reglulegum fjárframlögum safnaðarfólks
(tíund). Að vera virkur í söfnuði sínum hefur
einnig oft skipt máli fyrir frama í atvinnulífi
eða stjórnmálum.
Vissulega er talað um minnkandi
kirkjusókn víða í Evrópu en þess má
minnast að þungamiðja kristni er að færast
frá Vesturlöndum áokkartímum. Hnignunin
í kirkjusókn og kirkjulegu starfi er hins vegar
hraðari i Ameríku enda þar úr hærri söðli
að detta. Hröð hnignun vestanhafs síðustu
áratugí, sem sums staðar mætti kalla hrun,
hefur þó að nokkru dulist fyrir mörgum.
Sums staðar hafa innflytjendur, ekki síst frá
Suður-Ameríku, fyllt nokkuð í skörðin sem
heimafólk skildi eftir í kirkjunni.
Annað, sem komið hefur í Ijós, er að
ýmsar kannanir um kirkjusókn eru ekki
marktækar. Þ.e. kannanir sem byggja á
úrtaki fólks sem spurt er um kirkjusókn sína.
Fjöldi fólks segist sækja kirkju miklu oftar en
raun ber vitni - það virðist skammast sín
fyrir að viðurkenna staðreyndina. Aðrar og
lægri tölur koma fram þegar kirkjugestir eru
einfaldlega taldir skipulega.
ÁHUGAVERÐ BÓK
En hér er komið að því að kynna bók sem
barst mér nýlega í hendur og er kveikjan að
þessari grein: Why Nobody Wants to Go
to Church Anymore (Hvers vegna enginn
vill lengur sækja kirkju, Group, 2013) eftir
Tom og Joani Schultz. Þau hjónin hafa
mikla reynslu af margvíslegu safnaðarstarfi
og ráðgjöf og efnisgerð í því samhengi.
Eftir áratuga vinnu við gerð kristilegs
fræðsluefnis, einkum fyrir börn og unglinga,
hafa Schultz-hjónin viðurkennt, að þau og
útgáfufyrirtæki þeirra hafi einblínt um of
á fræðslu sem grunn safnaðarstarfs og
trúaruppeldis. Ekki að fræðslan skipti ekki
máli en viðurkenna þurfi að trúin sé ekki
námsefni - trúin er tengsl fremur en efni
til að rannsaka.
Schultz-hjónin tóku mikinn fjölda
viðtala við fólk til að svara spurningunni
um það, hvers vegna þetta fólk sækti ekki
kirkju. Þess ber að geta að margt af þessu
fólki ólst upp við reglulega kirkjusókn og
þátttöku í safnaðarlífi og þekkti því vel til
14 | bjarmi | desember2m6