Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 17

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 17
Margir virðast ekki fá slíkum þörfum fullnægt í söfnuðum en það er undirstrikað að þó að fólk snúi baki við kirkjunni þá merki það ekki að það þyrsti ekki lengur eftir Guði og því sem Jesús Kristur býður. Fólkið í þessum skoðanakönnunum segist almennt trúa á Guð og telur trúna mikilvæga. Fólk vill Guð en því finnst söfnuðir oft ekki koma honum til skila. Kjarni þess sem fólk tjáir er, að það upplifi ekki návist Guðs í kirkjunni. Ef svo er ekki þá dugar flest það sem þar er í boði skammt, jafnvei vönduð predikun og fræðsla. Það sem tjáð er í verki skiptir meira máli en það sem sagt er. Miðlar söfnuður kærleika Guðs? Minnumst þess að Jesús hélt fram elsku til Guðs og manna sem hinu æðsta boðorði. Áskorunin sem skilin er eftir (og raunar útfærð á ýmsan hátt í bókinni) er að skoða safnaðarstarf og allt fyrirkomulag í kirkjunni (t.d. skipan sæta) og framgöngu fólks í Ijósi þess hvernig hvað eina stuðli að því að tjá kærleika Guðs og efla kærleiksrík samskipti á milli fólks. Kærleikurinn sem Jesús sýnir og boðar birtist með ýmsu móti. 1. Sem róttæk gestrisni. 2. Óttalausar samræður. 3. Ósvikin auðmýkt. 4. Guðleg eftirvænting. Kröfur til leiðtoga Það virðast gerðar miklar kröfur eða e.t.v. aðrar kröfur, en oft hingað til, til þeirra sem leiða safnaðarstarf. Líking er tekin af leiðsögumanni í safaríferð í Afríku. Flann vekur eftirvæntingu um að fólkið fái að sjá áhugaverð villidýr. Eftirvæntingin er raunhæf því að hann þekkir svæðið. Hins vegar getur hann ekki lofað tiltekinni upplifun. Hann sér svo líklega oftast einhver áhugaverð dýr og reynir að hjálpa fólki til að koma auga á þau. En svo eru stundum einhverjir aðrir í hópnum fyrri til að koma auga á dýrin. Eftir stendur spurningin um það hvort ekki þurfi meira til en akademíska guðfræðimenntun til að geta vakið með fólki eftirvæntingu um einhverja snertingu Guðs og verið leiðsögumaður í leit fólks að slíkri snertingu. Ástæða er til að hvetja áhugasama til að verða sér úti um bókina sem hér hefur verið aðeins gripið niður í. Hér skulu svo nefndar tvær eldri áhugaverðar bækur um áþekk efni: Unleashing the Church: Getting People Out of the Fortress and into Ministry (Frank R. Tillapaugh) og Hope for the Church: Contemporary Strategies for Growth (Bob Jackson). Sömuleiðis skal minnt á Náttúrulega safnaðaruppbyggingu sbr. grein um hana í síðasta tölublaði Bjarma. Margt fleira gott mætti tína til í þessu samhengi en hér verður þó látið staðar numið. 1Sjá bók hans, Guð sem kemur á óvart, Bókstafur, 2016. 2Why Nobody Wants to Go to Church Anymore, 26. 3Sama, 27. bjarmi | desemlx'i 2016 | 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.