Bjarmi - 01.12.2016, Side 19
þess að viðurkenna og ræða efa sinn; það
er gott að ræða efann.2
Því fleiri staðreyndir sem ég skoða,
þeim mun sannfærðari er ég um að kristni
er sönn. Það merkir til dæmis að kristni
er rétt lýsing á því hver við erum, hvaðan
við komum og hvert við stefnum, til hvers
við erum hér og hvers virði við erum. Með
því að nýta bæði vísindi og kristni öðlumst
við góða þekkingu á því hvernig heimurinn
varð til, hvernig hann verkar og hvernig
tilvera okkar verkar í þessum heimi.
Ég býð heiðarlegar spurningar vel-
komnar og óttast þær ekki því ef kristni
er sönn og rétt lýsing á raunveruleikanum
(því hvernig hlutirnir eru í raun og veru)
þá veit ég að það koma góð svör að
lokum. Raunveruleikinn er einmitt það
sem stendur eftir þegar aðrar hugmyndir
hafa runnið sitt skeið á enda. Og ef kristni
er ósönn vil ég sannarlega komast að því
sem fyrst sömuleiðis.
Vandamálið er því það að menn hvorki
bera upp spurningar né hugsa rökrétt. Ég
hvet þig því til að lesa þessa bók án þess
að hafa ákveðið niðurstöðuna fyrirfram.
Veittu sjálfum/sjálfri þér þann munað að
takast af einlægni á við þær spurningar
sem bókin tekur á eins og:
• Trúi ég á Guð? Ef ekki, hverjar eru
meginástæður þess og hvernig komst
ég að þeirri niðurstöðu?
• Af hverju er ég hér?
• Hvers vegna varð heimurinn til?
• Hefur lífið einhvern tilgang og einhverja
merkingu?
• Hvernig útskýri ég tilvist lífsins?
• Hver eða hvað ákveður hvað er rétt og
hvað er rangt?
Ef enginn er nokkurn tímann tilbúinn
að skipta um skoðun verður aldrei neinn
framgangur á þekkingu í heiminum. Sá
sem virkilega vill læra þarf því að hafa
vissa auðmýkt gagnvart eigin afstöðu og
hugrekki til að líta hlutlaust á staðreyndirnar
eftir bestu getu.
Nánari upplýsingar má finna á
vefsíðunni http://www.guderekkidainn.is
'• Dallas Willard, The Allure of Gentleness: Defending the Faith in the Manner of Jesus (New York: HarperCollins, Kindle Edition 2015), 17.
2 Sama rit, 27-28.
bjarmi | desember20i6 | 19